Tvö töpuð stig Skagamanna 7. júlí 2004 00:01 Fylkir og ÍA skildi jöfn, 2-2, í leik liðanna á Fylkisvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld og er óhætt að segja að leikurinn hafi boðið upp á mikla dramatík. Skagamenn réðu lögum og lofum lengst af og höfðu 2-0 yfir í hálfleik. Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrsta mark Skagamanna á 32. mínútu eftir sérlega glæsilega sókn. Ellert Jón Björnsson fór illa með Val Fannar Gíslason, fyrirliða Fylkismanna, lék upp á endamörkum og gaf fyrir á Harald Ingólfsson sem stóð fyrir opnu marki. Haraldur hitti ekki boltann en Grétar Rafn náði honum og skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Undir lok hálfleiksins bætti Haraldur síðan við öðru marki fyrir Skagamenn. Hann fékk fallega stungusendingu frá Stefáni Þórðarsyni inn fyrir vörn Fylkis og skoraði af öryggi. Hann meiddist hins vegar í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Fylkismanna, þegar hann skoraði markið og varð að fara af velli. Í síðari hálfleik voru Skagamenn mun sterkari og virtist fátt benda til þess að Fylkismenn myndu fá eitthvað út úr leiknum. Þeir girtu sig hins vegar í brók undir lok leiksins og minnkuðu muninn átta mínútum fyrir leikslok úr sinni fyrstu almennilegu sókn í leiknum. Ólafur Páll Snorrason gaf þá upp í hornið á Sævar Þór Gíslason sem gaf fyrir á Ólafs Stígsson sem skoraði af öryggi. Fimm mínútum síðar fengu Fylkismenn síðan vítaspyrnu þegar Gunnlaugur Jónsson var dæmdur brotlegur í viðskiptum sínum við Þorbjörn Atla Sveinsson, sóknarmann Fylkis. Finnur Kolbeinsson tók spyrnuna, Þórður Þórðarson, markvörður Skagamanna varði en Ólafur Páll Snorrason fylgdi vel á eftir, jafnaði metin og tryggði Fylkismönnum eitt stig sem þeir áttu ekki skilið miðað við gang leiksins. Fylkir - ÍA 2-2 0–1 Grétar Rafn Steinsson (32.) 0–2 Haraldur Ingólfsson (45.) 1–2 Ólafur Stígsson (82.) 2–2 Ólafur Páll Snorrason (87.) Dómarinn Garðar Örn Hinriksson, í meðallagi Gul spjöld Fylkir: Ólafur Stígsson (45.) - ÍA: Stefán Þórðarson (24.), Ólafur Þórðarson (24.), Gunnlaugur Jónsson (28.), Ellert Jón Björnsson (88.). Bestur á vellinum Ellert Jón Björnsson, ÍA Tölfræðin Skot (á mark): 12–21 (5–8) Horn: 3–4 Aukaspyrnur fengnar: 21–22 Rangstöður: 4–2 Varin skot: Fylkir: Bjarni Þórður Halldórsson 6 - ÍA: Þórður Þórðarson 3. Mjög góðir Grétar Rafn Steinsson og Ellert Jón Björnsson ÍA Góðir Bjarni Þórður Halldórsson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Ólafur Stígsson, Sævar Þór Gíslason og Ólafur Páll Snorrason Fylki - Þórður Þórðarson, Reynir Leósson, Pálmi Haraldsson, Julian Johnsson og Haraldur Ingólfsson ÍA. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira
Fylkir og ÍA skildi jöfn, 2-2, í leik liðanna á Fylkisvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld og er óhætt að segja að leikurinn hafi boðið upp á mikla dramatík. Skagamenn réðu lögum og lofum lengst af og höfðu 2-0 yfir í hálfleik. Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrsta mark Skagamanna á 32. mínútu eftir sérlega glæsilega sókn. Ellert Jón Björnsson fór illa með Val Fannar Gíslason, fyrirliða Fylkismanna, lék upp á endamörkum og gaf fyrir á Harald Ingólfsson sem stóð fyrir opnu marki. Haraldur hitti ekki boltann en Grétar Rafn náði honum og skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Undir lok hálfleiksins bætti Haraldur síðan við öðru marki fyrir Skagamenn. Hann fékk fallega stungusendingu frá Stefáni Þórðarsyni inn fyrir vörn Fylkis og skoraði af öryggi. Hann meiddist hins vegar í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Fylkismanna, þegar hann skoraði markið og varð að fara af velli. Í síðari hálfleik voru Skagamenn mun sterkari og virtist fátt benda til þess að Fylkismenn myndu fá eitthvað út úr leiknum. Þeir girtu sig hins vegar í brók undir lok leiksins og minnkuðu muninn átta mínútum fyrir leikslok úr sinni fyrstu almennilegu sókn í leiknum. Ólafur Páll Snorrason gaf þá upp í hornið á Sævar Þór Gíslason sem gaf fyrir á Ólafs Stígsson sem skoraði af öryggi. Fimm mínútum síðar fengu Fylkismenn síðan vítaspyrnu þegar Gunnlaugur Jónsson var dæmdur brotlegur í viðskiptum sínum við Þorbjörn Atla Sveinsson, sóknarmann Fylkis. Finnur Kolbeinsson tók spyrnuna, Þórður Þórðarson, markvörður Skagamanna varði en Ólafur Páll Snorrason fylgdi vel á eftir, jafnaði metin og tryggði Fylkismönnum eitt stig sem þeir áttu ekki skilið miðað við gang leiksins. Fylkir - ÍA 2-2 0–1 Grétar Rafn Steinsson (32.) 0–2 Haraldur Ingólfsson (45.) 1–2 Ólafur Stígsson (82.) 2–2 Ólafur Páll Snorrason (87.) Dómarinn Garðar Örn Hinriksson, í meðallagi Gul spjöld Fylkir: Ólafur Stígsson (45.) - ÍA: Stefán Þórðarson (24.), Ólafur Þórðarson (24.), Gunnlaugur Jónsson (28.), Ellert Jón Björnsson (88.). Bestur á vellinum Ellert Jón Björnsson, ÍA Tölfræðin Skot (á mark): 12–21 (5–8) Horn: 3–4 Aukaspyrnur fengnar: 21–22 Rangstöður: 4–2 Varin skot: Fylkir: Bjarni Þórður Halldórsson 6 - ÍA: Þórður Þórðarson 3. Mjög góðir Grétar Rafn Steinsson og Ellert Jón Björnsson ÍA Góðir Bjarni Þórður Halldórsson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Ólafur Stígsson, Sævar Þór Gíslason og Ólafur Páll Snorrason Fylki - Þórður Þórðarson, Reynir Leósson, Pálmi Haraldsson, Julian Johnsson og Haraldur Ingólfsson ÍA.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira