Sharapova og Federer sigruðu 4. júlí 2004 00:01 Það urðu heldur betur óvænt tíðindi í úrslitaleik kvenna á opna Wimbledon-mótinu í tennis en þá gerði rússneska unglingstúlkan, Maria Sharapova, sér lítið fyrir og lagði að velli sigurvegara mótsins síðustu tveggja ára, Serenu Williams. Það kom einnig á óvart hversu öruggur sigur Sharapovu var en að sjálfsögðu var þetta fyrsti sigur hennar á stórmóti og einnig fyrsti úrslitaleikurinn. Sigurinn er að því leyti sögulegur að Sharapova er fyrsti Rússinn til að vinna sigur á Wimbledon-mótinu og hún er þriðji yngsti sigurvegarinn í sögu þess. Það var hins vegar ekki að sjá að hin sautján ára Maria Sharapova, væri að spila til úrslita í fyrsta sinn á stórmóti - leikur hennar einkenndist af yfirvegun og öryggi. Það sama er ekki hægt að segja um hinn margreynda andstæðing hennar, Serenu Williams, sem hefur sex sinnum sigrað á stórmóti og gat fagnað sigri á Wimbledon þriðja árið í röð. Lokatölur í tveimur settum voru 6-1 og 6-4 og hinn ungi sigurvegari, Sharapova, mátti vart mæla eftir leikinn og þau voru ófá tárin sem hrundu niður vanga hennar: "Þetta er ótrúlegt, ég er algjörlega orðlaus," sagði Sharapova og var í hálfgerðri geðshræringu: "Það hefur alltaf verið draumur minn að vinna sigur hér á Wimbledon en í sannleika sagt þá átti ég ekki von á að það gerðist á þessu ári." Í karlaflokki áttust við í úrslitaleiknum þeir Roger Federer, frá Sviss og Andy Roddick, frá Bandaríkjunum. Svo fór að Svisslendingurinn hafði betur í fjórum settum, 4-6, 7-5, 7-6 og 6-4. Þetta er annað árið í röð sem Federer sigrar á mótinu en í fyrra lagði hann Ástralann Mark Philippoussis að velli í úrslitaleik. Með sigrinum sýndi Federer með óyggjandi hætti að hann er besti tennisleikarinn í heiminum í dag. Þó er óhætt að segja að Roddick hafi látið Federer hafa vel fyrir sigrinum og undir það tók Federer: "Hann spilaði af miklum krafti og ég verð að viðurkenna að spilamennska hans kom mér nokkuð á óvart í byrjun. Ég náði þó að halda dampi og smám saman náði ég betri tökum á leiknum og það er alveg yndislegt að ná að verja titilinn," sagði Federer. Andy Roddick tók tapinu af karlmennsku: "Ég gaf allt sem ég átti í leikinn en það var einfaldlega ekki nóg. Roger er frábær meistari og vonandi eigum við eftir að mætast oft í úrslitaleikjum á komandi árum," sagði Roddick. Íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Það urðu heldur betur óvænt tíðindi í úrslitaleik kvenna á opna Wimbledon-mótinu í tennis en þá gerði rússneska unglingstúlkan, Maria Sharapova, sér lítið fyrir og lagði að velli sigurvegara mótsins síðustu tveggja ára, Serenu Williams. Það kom einnig á óvart hversu öruggur sigur Sharapovu var en að sjálfsögðu var þetta fyrsti sigur hennar á stórmóti og einnig fyrsti úrslitaleikurinn. Sigurinn er að því leyti sögulegur að Sharapova er fyrsti Rússinn til að vinna sigur á Wimbledon-mótinu og hún er þriðji yngsti sigurvegarinn í sögu þess. Það var hins vegar ekki að sjá að hin sautján ára Maria Sharapova, væri að spila til úrslita í fyrsta sinn á stórmóti - leikur hennar einkenndist af yfirvegun og öryggi. Það sama er ekki hægt að segja um hinn margreynda andstæðing hennar, Serenu Williams, sem hefur sex sinnum sigrað á stórmóti og gat fagnað sigri á Wimbledon þriðja árið í röð. Lokatölur í tveimur settum voru 6-1 og 6-4 og hinn ungi sigurvegari, Sharapova, mátti vart mæla eftir leikinn og þau voru ófá tárin sem hrundu niður vanga hennar: "Þetta er ótrúlegt, ég er algjörlega orðlaus," sagði Sharapova og var í hálfgerðri geðshræringu: "Það hefur alltaf verið draumur minn að vinna sigur hér á Wimbledon en í sannleika sagt þá átti ég ekki von á að það gerðist á þessu ári." Í karlaflokki áttust við í úrslitaleiknum þeir Roger Federer, frá Sviss og Andy Roddick, frá Bandaríkjunum. Svo fór að Svisslendingurinn hafði betur í fjórum settum, 4-6, 7-5, 7-6 og 6-4. Þetta er annað árið í röð sem Federer sigrar á mótinu en í fyrra lagði hann Ástralann Mark Philippoussis að velli í úrslitaleik. Með sigrinum sýndi Federer með óyggjandi hætti að hann er besti tennisleikarinn í heiminum í dag. Þó er óhætt að segja að Roddick hafi látið Federer hafa vel fyrir sigrinum og undir það tók Federer: "Hann spilaði af miklum krafti og ég verð að viðurkenna að spilamennska hans kom mér nokkuð á óvart í byrjun. Ég náði þó að halda dampi og smám saman náði ég betri tökum á leiknum og það er alveg yndislegt að ná að verja titilinn," sagði Federer. Andy Roddick tók tapinu af karlmennsku: "Ég gaf allt sem ég átti í leikinn en það var einfaldlega ekki nóg. Roger er frábær meistari og vonandi eigum við eftir að mætast oft í úrslitaleikjum á komandi árum," sagði Roddick.
Íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira