Madonna leiðbeinir ungdómnum 30. júní 2004 00:01 Madonna hefur verið iðin við kolann því auk þess að senda frá sér nýjan disk og halda tónleikaferðalag hefur hún lokið við sína þriðju barnabók, "Yakov og þjófana sjö". Bókin kom út í Bandaríkjunum og víða annars staðar 21. júní en íslensk börn þurfa ekki að bíða hennar lengi því hún er væntanleg innan skamms eða 7. júlí í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Bókin hefur fengið ágætar viðtökur og hafa gagnrýnendur meðal annars látið þau orð falla að um bestu bók Madonnu sé að ræða til þessa. Yakov og þjófarnir sjö er þess utan glæsilega myndskreytt af Gennady Spirin, margverðlaunuðum listamanni af rússneskum ættum sem búsettur er í Bandaríkjunum. Sagan gerist í litlum bæ í Austur-Evrópu á 18. öld og segir frá Yakov skósmið, konur hans Olgu og einkasyninum sem er fárveikur. Yakov örvæntir í veikindum sonar síns og leitar til manns í útjaðri bæjarins sem talinn er geta gert kraftaverk og biður hann um hjálp. Sér til aðstoðar kallar vitri maðurinn á alla þjófa og ribbalda bæjarins öllum til mikillar furðu. Í kringum þessa atburði spinnst óvænt og skemmtileg atburðarás. Þetta er þriðja barnabók söngkonunnar af fimm fyrirhuguðum en þær fjalla allar um málefni sem börn standa frammi fyrir að sögn Madonnu. Söngkonan vonast til að bækurnar geymi leiðsögn fyrir yngstu kynslóðina, hvernig þau eiga að ráða við vandasamar aðstæður og læra eitthvað af þeim. "Það er von mín að bækurnar segi börnum eitthvað sem þau geta notað sér - jafnvel fullorðnum börnum," lét Madonna hafa eftir sér. Fjórða barnabók Madonnu kemur út með haustinu og sú síðasta næsta vor. Áður útgefnar bækur er Ensku rósinar og Eplin hans Peabodys. Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Madonna hefur verið iðin við kolann því auk þess að senda frá sér nýjan disk og halda tónleikaferðalag hefur hún lokið við sína þriðju barnabók, "Yakov og þjófana sjö". Bókin kom út í Bandaríkjunum og víða annars staðar 21. júní en íslensk börn þurfa ekki að bíða hennar lengi því hún er væntanleg innan skamms eða 7. júlí í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Bókin hefur fengið ágætar viðtökur og hafa gagnrýnendur meðal annars látið þau orð falla að um bestu bók Madonnu sé að ræða til þessa. Yakov og þjófarnir sjö er þess utan glæsilega myndskreytt af Gennady Spirin, margverðlaunuðum listamanni af rússneskum ættum sem búsettur er í Bandaríkjunum. Sagan gerist í litlum bæ í Austur-Evrópu á 18. öld og segir frá Yakov skósmið, konur hans Olgu og einkasyninum sem er fárveikur. Yakov örvæntir í veikindum sonar síns og leitar til manns í útjaðri bæjarins sem talinn er geta gert kraftaverk og biður hann um hjálp. Sér til aðstoðar kallar vitri maðurinn á alla þjófa og ribbalda bæjarins öllum til mikillar furðu. Í kringum þessa atburði spinnst óvænt og skemmtileg atburðarás. Þetta er þriðja barnabók söngkonunnar af fimm fyrirhuguðum en þær fjalla allar um málefni sem börn standa frammi fyrir að sögn Madonnu. Söngkonan vonast til að bækurnar geymi leiðsögn fyrir yngstu kynslóðina, hvernig þau eiga að ráða við vandasamar aðstæður og læra eitthvað af þeim. "Það er von mín að bækurnar segi börnum eitthvað sem þau geta notað sér - jafnvel fullorðnum börnum," lét Madonna hafa eftir sér. Fjórða barnabók Madonnu kemur út með haustinu og sú síðasta næsta vor. Áður útgefnar bækur er Ensku rósinar og Eplin hans Peabodys.
Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira