Skoðar orustur í sumarblíðunni 28. júní 2004 00:01 Ég hef rannsakað örlagaríkar orustur frá því árið 1980 en ég lærði sagnfræði áður en ég sneri mér að guðfræðinni," segir séra Þórhallur Heimisson en hann segir sagnfræðina vera sitt stóra áhugamál. "Útgáfa bókarinnar "10 örlagaríkustu orustur Vesturlanda" verður lokahnykkurinn á löngu ferli en ég er að leggja lokahönd á hana í sumarblíðunni." Þórhallur tekur fyrir í bókinni tíu örlagaorustur sem hefðu getað breytt algjörlega veraldarsögunni hefðu þær farið öðruvísi. "Það er jafnvel einn maður sem hefði getað breytt öllu ef hann hefði tekið aðra ákvörðun en hann gerði. Hver kafli er um eina slíka orustu en ég fer í forsögu og aðdraganda hverrar þeirra, hverjir tókust á og af hverju. Ég fjalla síðan um orustuna sjálfa og hvaða afleiðingar hún hafði á söguna og þá sem í henni tóku þátt," segir Þórhallur og bætir því við að margar séu þær mjög dramatískar. Aðspurður af hverju orustur hafi vakið forvitni hans segir Þórhallur örlagastundirnar vera ástæðuna. "Þetta eru oft fáeinar mínútur sem skipta máli. Þetta eru þó stundir sem margar hverjar eru gleymdar og menn líta frekar á þetta sem sagnfræðilegar staðreyndir. Það er hins vegar mikil dramatík fólgin í þeim öllum. Þetta eru persónulegar frásagnir af einstaklingum sem tóku þátt, karlar og konur sem lentu í þessu af algjörri tilviljun en urðu miklir örlagavaldar." Guðfræðin fléttast inn í þessa vinnu og er það ástæðan fyrir því að Þórhallur ákvað endanlega að setja verkið saman. "Átök milli múslima og kristinna, Vesturlanda og Austurlanda eru áberandi og ég hef velt því fyrir mér hver ástæðan fyrir þessum mikla núningi í gegnum aldirnar sé og þessum ægilegu óhæfuverkum á báða bóga." Að mati Þórhalls átti örlagaríkasta orustan sér stað við Poitier árið 732 en þar tókust múslimar og Evrópubúar á í Frakklandi. "Ef Frakkar hefðu ekki unnið væru Vesturlönd ekki til þar sem þetta var eini herinn sem stóð á milli og Arabar hefðu lagt undir sig Evrópu. Rétt eftir þetta fóru okkar menn að streyma yfir til Evrópu og þeir hefðu líklegast ekki mætt kristnum mönnum heldur múslimum og þar af leiðandi værum við líklegast múslimar. Það var einn maður sem tók ákvörðun og mótaði veröldina eins og hún er í dag," segir Þórhallur. Bók Þórhalls verður gefin út af Bókaútgáfunni Hólum og mun koma út með haustinu. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Ég hef rannsakað örlagaríkar orustur frá því árið 1980 en ég lærði sagnfræði áður en ég sneri mér að guðfræðinni," segir séra Þórhallur Heimisson en hann segir sagnfræðina vera sitt stóra áhugamál. "Útgáfa bókarinnar "10 örlagaríkustu orustur Vesturlanda" verður lokahnykkurinn á löngu ferli en ég er að leggja lokahönd á hana í sumarblíðunni." Þórhallur tekur fyrir í bókinni tíu örlagaorustur sem hefðu getað breytt algjörlega veraldarsögunni hefðu þær farið öðruvísi. "Það er jafnvel einn maður sem hefði getað breytt öllu ef hann hefði tekið aðra ákvörðun en hann gerði. Hver kafli er um eina slíka orustu en ég fer í forsögu og aðdraganda hverrar þeirra, hverjir tókust á og af hverju. Ég fjalla síðan um orustuna sjálfa og hvaða afleiðingar hún hafði á söguna og þá sem í henni tóku þátt," segir Þórhallur og bætir því við að margar séu þær mjög dramatískar. Aðspurður af hverju orustur hafi vakið forvitni hans segir Þórhallur örlagastundirnar vera ástæðuna. "Þetta eru oft fáeinar mínútur sem skipta máli. Þetta eru þó stundir sem margar hverjar eru gleymdar og menn líta frekar á þetta sem sagnfræðilegar staðreyndir. Það er hins vegar mikil dramatík fólgin í þeim öllum. Þetta eru persónulegar frásagnir af einstaklingum sem tóku þátt, karlar og konur sem lentu í þessu af algjörri tilviljun en urðu miklir örlagavaldar." Guðfræðin fléttast inn í þessa vinnu og er það ástæðan fyrir því að Þórhallur ákvað endanlega að setja verkið saman. "Átök milli múslima og kristinna, Vesturlanda og Austurlanda eru áberandi og ég hef velt því fyrir mér hver ástæðan fyrir þessum mikla núningi í gegnum aldirnar sé og þessum ægilegu óhæfuverkum á báða bóga." Að mati Þórhalls átti örlagaríkasta orustan sér stað við Poitier árið 732 en þar tókust múslimar og Evrópubúar á í Frakklandi. "Ef Frakkar hefðu ekki unnið væru Vesturlönd ekki til þar sem þetta var eini herinn sem stóð á milli og Arabar hefðu lagt undir sig Evrópu. Rétt eftir þetta fóru okkar menn að streyma yfir til Evrópu og þeir hefðu líklegast ekki mætt kristnum mönnum heldur múslimum og þar af leiðandi værum við líklegast múslimar. Það var einn maður sem tók ákvörðun og mótaði veröldina eins og hún er í dag," segir Þórhallur. Bók Þórhalls verður gefin út af Bókaútgáfunni Hólum og mun koma út með haustinu.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira