Sport

Gent komið yfir gegn Fylki

Belgíska liðið Gent er komið yfir gegn Fylki í síðari leik liðanna í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu. Sandy Martens skoraði mark Gent á 26. mínútu með skoti úr markteig eftir aukaspyrnu. Gent hefur ráðið lögum og lofum í leiknum það sem af er. Fyrri leik liðanna sem fram fór fyrir viku lauk með 2-1 sigri Gent. Ætli Fylkismenn sér áfram þurfa þeir því að skora þrjú mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×