Enn ein breska falsettusveitin 24. júní 2004 00:01 Ein af þeim hljómsveitum sem hafa verið að vekja athygli í Bretlandi á árinu er Southampton sveitin The Delays sem þykir minna á eðalpoppsveitir eins og The Byrds, Big Star og The Thrills. Trausti Júlíusson tékkaði á þessum nýjustu vonarstjörnum Rough Trade útgáfunnar. "Southampton er virkileg meðalmennskuborg að öllu leyti," segir Greg Gilbert forsprakki The Delays um borgina sína. Og hann bætir við: "Hún er ekkert þunglyndisleg eða sérstaklega hæggeng þannig að maður hefur enga rómantískar tilfinningar til hennar. Hún er bara meðalmennska." Fyrsta plata The Delays, Faded Seaside Glamour, er nýkomin út á vegum Rough Trade útgáfunnar og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Undir áhrifum frá The La's Greg Gilbert var frekar utangátta á unglingsárunum. Á daginn var hann þessi skrítni í skólanum sem hlustaði á Prince og ABBA og á kvöldin hékk hann heima í herbergi með kassagítarinn og spilaði um leið og hann hlustaði á flugvélagnýinn frá Southampton flugvelli sem var í nágrenninu. "Allar þessar flugvélar sem voru sífellt að koma og fara gáfu manni tilfinningu fyrir því að heimurinn væri stór, en maður sæi bara ekkert af honum," segir hann. Árið 1996 ákvað Greg að stofna hljómsveit. Hann var undir miklum áhrifum frá indie-poppsveitinni The La's frá Liverpool. Greg spilaði á gítar og söng, Rowly spilaði á trommur og Colin Fox á gítar. Tónlistin var eins og mitt á milli popps The La's og rokks í anda Manic Street Preachers, en spiluð á kassagítara. Hljómsveitin fékk nafnið Corky og í byrjun voru meðlimirnir klæddir upp í hlébarðaskinn og málaðir um augun "til þess að vekja umtal" eins og Greg kallar það í dag. Árið 2001 þegar þeir voru búnir að æfa og spila í á ýmsum stöðum í Southampton og nágrenni í nokkur ár ákváðu þeir að reyna fyrir sér í London. Þeir bættu hljómborðsleikaranum og forritaranum Aaron Gilbert í hópinn og tónlistin fór að þróast yfir í einhverskonar nútímalega útgáfu af The Byrds. Og þeir breyttu nafninu í The Delays. Einkatónleikar fyrir Geoff Travis The Delays tóku upp demó og sendu til nokkurra plötufyrirtækja. Geoff Travis útgáfustjóri Rough Trade plötufyrirtækisins (maðurinn sem uppgötvaði The Strokes) heyrði upptökurnar og leist svo vel á þær að hann hélt rakleiðis til Southampton þar sem hljómsveitin hélt einkatónleika fyrir hann. Og hann gerði við þá samning í fyrra. Fyrstu smáskífurnar, Nearer Than Heaven, Hey Girl og Long Time Coming sýndu að þarna var mjög efnileg sveit á ferðinni og fyrsta stóra platan þeirra Faded Seaside Glamour staðfestir það enn frekar. Þó að hún boði enga byltingu í poppsögunni þá er hún er full af fínum lagasmíðum og skemmtilegum pælingum í sándi og útsetningum. Og Greg ætti að geta skoðað heiminn... Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Ein af þeim hljómsveitum sem hafa verið að vekja athygli í Bretlandi á árinu er Southampton sveitin The Delays sem þykir minna á eðalpoppsveitir eins og The Byrds, Big Star og The Thrills. Trausti Júlíusson tékkaði á þessum nýjustu vonarstjörnum Rough Trade útgáfunnar. "Southampton er virkileg meðalmennskuborg að öllu leyti," segir Greg Gilbert forsprakki The Delays um borgina sína. Og hann bætir við: "Hún er ekkert þunglyndisleg eða sérstaklega hæggeng þannig að maður hefur enga rómantískar tilfinningar til hennar. Hún er bara meðalmennska." Fyrsta plata The Delays, Faded Seaside Glamour, er nýkomin út á vegum Rough Trade útgáfunnar og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Undir áhrifum frá The La's Greg Gilbert var frekar utangátta á unglingsárunum. Á daginn var hann þessi skrítni í skólanum sem hlustaði á Prince og ABBA og á kvöldin hékk hann heima í herbergi með kassagítarinn og spilaði um leið og hann hlustaði á flugvélagnýinn frá Southampton flugvelli sem var í nágrenninu. "Allar þessar flugvélar sem voru sífellt að koma og fara gáfu manni tilfinningu fyrir því að heimurinn væri stór, en maður sæi bara ekkert af honum," segir hann. Árið 1996 ákvað Greg að stofna hljómsveit. Hann var undir miklum áhrifum frá indie-poppsveitinni The La's frá Liverpool. Greg spilaði á gítar og söng, Rowly spilaði á trommur og Colin Fox á gítar. Tónlistin var eins og mitt á milli popps The La's og rokks í anda Manic Street Preachers, en spiluð á kassagítara. Hljómsveitin fékk nafnið Corky og í byrjun voru meðlimirnir klæddir upp í hlébarðaskinn og málaðir um augun "til þess að vekja umtal" eins og Greg kallar það í dag. Árið 2001 þegar þeir voru búnir að æfa og spila í á ýmsum stöðum í Southampton og nágrenni í nokkur ár ákváðu þeir að reyna fyrir sér í London. Þeir bættu hljómborðsleikaranum og forritaranum Aaron Gilbert í hópinn og tónlistin fór að þróast yfir í einhverskonar nútímalega útgáfu af The Byrds. Og þeir breyttu nafninu í The Delays. Einkatónleikar fyrir Geoff Travis The Delays tóku upp demó og sendu til nokkurra plötufyrirtækja. Geoff Travis útgáfustjóri Rough Trade plötufyrirtækisins (maðurinn sem uppgötvaði The Strokes) heyrði upptökurnar og leist svo vel á þær að hann hélt rakleiðis til Southampton þar sem hljómsveitin hélt einkatónleika fyrir hann. Og hann gerði við þá samning í fyrra. Fyrstu smáskífurnar, Nearer Than Heaven, Hey Girl og Long Time Coming sýndu að þarna var mjög efnileg sveit á ferðinni og fyrsta stóra platan þeirra Faded Seaside Glamour staðfestir það enn frekar. Þó að hún boði enga byltingu í poppsögunni þá er hún er full af fínum lagasmíðum og skemmtilegum pælingum í sándi og útsetningum. Og Greg ætti að geta skoðað heiminn...
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið