Íþróttafréttir á Bylgjunni 23. júní 2004 00:01 Forráðamenn ítalska landsliðsins í knattspyrnu og sumir leikmenn Ítala telja að um samsæri hafi verið að ræða hjá Dönum og Svíum á Evrópumótinu í gærkvöld. Danir og Svíar gerðu 2-2 jafntefli sem þýddi að bæði lið fóru áfram en Ítalir sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir 2-1 sigur gegn Búlgörum. Antonio Cassano tryggði Ítölum sigur á 94. mínútu en í þann mund var flautað til leiksloka í hinum leiknum. Matthias Jonsson jafnaði fyrir Svía á 88. mínútu eftir skelfileg mistök Thomasar Sörensens í markinu. Forseti Ítalska knattspyrnusambandsins, Franco Carraro, sagði eftir leikina í gær: „Það er alveg ljóst að eins og leikur Dana og Svía þróaðist þá stefndu liðin á jafntefli, en það er auðvitað erfitt að sanna það". Gianlugi Buffon tók í sama streng: „Einhver á að skammast sín og það eru ekki við". Fæstir stuðningsmanna ítalska liðsins taka undir þessi orð og kenna lélegum leik liðsins og þjálfaranum, Giovanni Trappatoni, um hvernig fór. Morten Olsen, þjálfari Dana sagði það vera fáránlegt að tala um samsæri og flestir eru á því og segja einfaldlega að ítalska liðið hafi ekki átt skilið að fara áfram. Dagblöðin í Danmörku og Svíþjóð eru ánægð með úrslitin. Dagens Nyheter segir í fyrirsögn: „Ítalska martröðin varð að veruleika". Svenska dagbladet sagði: „Töfrandi úrslit á töfrandi kvöldi" og annað blað sagði „Norræni draumurinn rættist". Danir mæta Tékkum í átta liða úrslitum en Svíar mæta Hollendingum, Þjóðverjum eða Lettum. Holland mætir Lettum í kvöld í beinni útsendingu á Sýn og hefst upphitun klukkan 18. Þjóðverjar mæta Tékkum og með sigri komast þeir í átta liða úrslitin. Þrír leikir voru í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. KR skellti Breiðablik 4-1, Valur sigraði Fjölni 3-0 og Stjarnan og FH gerðu 1-1 jafntefli. Valur er á toppnum með 15 stig eftir fimm umferðir, ÍBV er í öðru sæti með ellefu og KR í þriðja sæti með tíu. FH og Fjölnir eru með eitt stig í tveimur neðstu sætunum. Sjöundu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með fjórum hörkuleikjum. Efsta lið deildarinnar, Fylkir, sækir KA heim á Akureyri, Keflavík og Skagamenn eigast við í Bítlabænum, FH fær Grindavík í heimsókn í Kaplakrika og Víkingur tekur á móti ÍBV í Víkinni. Flautað verður til leiks klukkan 19:15. Leikjunum verður gerð góð skil í Olíssporti á Sýn í kvöld klukkan 22. Kjartan Henry Finnbogason KR og Atli Jóhannsson ÍBV voru í gær dæmdir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Þeir geta þó leikið með liðum sínum í kvöld en bannið tekur gildi í áttundu umferð. Nú er ljóst að norræna meistaradeildin í handbolta byrjar í janúar. Alls taka 24 lið þátt í keppninni. Norðmenn, Svíar og Danir senda 7 lið hver þjóð í keppnina en Finnar þrjú. Íslendingar eiga enga fulltrúa í keppninni. Liðunum 24 verður skipt niður í 6 fjögurra liða riðla. Sigurvegararnir riðlanna komast í 8-liða úrslit auk tveggja liða með bestan árangur í öðru sæti. Charlotte Bobcats, nýja liðið í NBA-deildinni í körfuknattleik, valdi í gær 19 leikmenn til félagsins fyrir næsta keppnistímabil. Allt eru þetta leikmenn sem önnur lið í deildinni vildu ekki veljda. NBA nýliðavalið fer fram á morgun. Charlotte er með annan valrétt í valinu. Miðnætur- og Ólympíuhlaupið fer fram í Laugardalnum í Reykjavík í kvöld og hefst klukkan 21. Vegalengdir sem boðið er upp á eru 3 km skemmtiskokk og 5 og 10 km með tímatöku fyrir þá sem vilja. Hægt er að skrá sig á vefnum á www.hlaup.is eða niðri í Laugardal . Íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira
Forráðamenn ítalska landsliðsins í knattspyrnu og sumir leikmenn Ítala telja að um samsæri hafi verið að ræða hjá Dönum og Svíum á Evrópumótinu í gærkvöld. Danir og Svíar gerðu 2-2 jafntefli sem þýddi að bæði lið fóru áfram en Ítalir sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir 2-1 sigur gegn Búlgörum. Antonio Cassano tryggði Ítölum sigur á 94. mínútu en í þann mund var flautað til leiksloka í hinum leiknum. Matthias Jonsson jafnaði fyrir Svía á 88. mínútu eftir skelfileg mistök Thomasar Sörensens í markinu. Forseti Ítalska knattspyrnusambandsins, Franco Carraro, sagði eftir leikina í gær: „Það er alveg ljóst að eins og leikur Dana og Svía þróaðist þá stefndu liðin á jafntefli, en það er auðvitað erfitt að sanna það". Gianlugi Buffon tók í sama streng: „Einhver á að skammast sín og það eru ekki við". Fæstir stuðningsmanna ítalska liðsins taka undir þessi orð og kenna lélegum leik liðsins og þjálfaranum, Giovanni Trappatoni, um hvernig fór. Morten Olsen, þjálfari Dana sagði það vera fáránlegt að tala um samsæri og flestir eru á því og segja einfaldlega að ítalska liðið hafi ekki átt skilið að fara áfram. Dagblöðin í Danmörku og Svíþjóð eru ánægð með úrslitin. Dagens Nyheter segir í fyrirsögn: „Ítalska martröðin varð að veruleika". Svenska dagbladet sagði: „Töfrandi úrslit á töfrandi kvöldi" og annað blað sagði „Norræni draumurinn rættist". Danir mæta Tékkum í átta liða úrslitum en Svíar mæta Hollendingum, Þjóðverjum eða Lettum. Holland mætir Lettum í kvöld í beinni útsendingu á Sýn og hefst upphitun klukkan 18. Þjóðverjar mæta Tékkum og með sigri komast þeir í átta liða úrslitin. Þrír leikir voru í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. KR skellti Breiðablik 4-1, Valur sigraði Fjölni 3-0 og Stjarnan og FH gerðu 1-1 jafntefli. Valur er á toppnum með 15 stig eftir fimm umferðir, ÍBV er í öðru sæti með ellefu og KR í þriðja sæti með tíu. FH og Fjölnir eru með eitt stig í tveimur neðstu sætunum. Sjöundu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með fjórum hörkuleikjum. Efsta lið deildarinnar, Fylkir, sækir KA heim á Akureyri, Keflavík og Skagamenn eigast við í Bítlabænum, FH fær Grindavík í heimsókn í Kaplakrika og Víkingur tekur á móti ÍBV í Víkinni. Flautað verður til leiks klukkan 19:15. Leikjunum verður gerð góð skil í Olíssporti á Sýn í kvöld klukkan 22. Kjartan Henry Finnbogason KR og Atli Jóhannsson ÍBV voru í gær dæmdir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Þeir geta þó leikið með liðum sínum í kvöld en bannið tekur gildi í áttundu umferð. Nú er ljóst að norræna meistaradeildin í handbolta byrjar í janúar. Alls taka 24 lið þátt í keppninni. Norðmenn, Svíar og Danir senda 7 lið hver þjóð í keppnina en Finnar þrjú. Íslendingar eiga enga fulltrúa í keppninni. Liðunum 24 verður skipt niður í 6 fjögurra liða riðla. Sigurvegararnir riðlanna komast í 8-liða úrslit auk tveggja liða með bestan árangur í öðru sæti. Charlotte Bobcats, nýja liðið í NBA-deildinni í körfuknattleik, valdi í gær 19 leikmenn til félagsins fyrir næsta keppnistímabil. Allt eru þetta leikmenn sem önnur lið í deildinni vildu ekki veljda. NBA nýliðavalið fer fram á morgun. Charlotte er með annan valrétt í valinu. Miðnætur- og Ólympíuhlaupið fer fram í Laugardalnum í Reykjavík í kvöld og hefst klukkan 21. Vegalengdir sem boðið er upp á eru 3 km skemmtiskokk og 5 og 10 km með tímatöku fyrir þá sem vilja. Hægt er að skrá sig á vefnum á www.hlaup.is eða niðri í Laugardal .
Íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira