Á móti sól í Cavern Club 21. júní 2004 00:01 Poppsveitin Á móti sól datt í lukkupottinn og spilar næstu helgi í hinum heimsfræga klúbbi Cavern Club í Liverpool. Sá staður er þekktastur fyrir að hafa verið afdrep Bítlanna á þeim árum sem þeir störfuðu í heimaborg sinni. Sagt er að sveitin hafi komið þar fram 292 sinnum á ferli sínum. Eftir það hafa margar heimsþekktir flytjendur komið þar fram, til dæmis Little Richard, The Hollies, Jefferson Starship, Rolling Stones og Mínus, sem gerðust svo grófir að sprengja hátalarakerfi hússins. "Þetta er okkar Mekka," segir Heimir Eyvindarson, hljómborðsleikari Á móti sól. "Bæði út af Bítlunum og svo út af Liverpool-fótboltaliðinu. Við erum náttúrulega allir fótboltanördar." Í þetta skiptið borgaði fótboltanördaskapurinn sig svo sannarlega. Tildrög þess að Á móti sól heldur tvenna tónleika í Cavern Club má rekja til þess að sveitin hljóðritaði sína eigin útgáfu af baráttusöng knattspyrnuliðsins, You'll Never Walk Alone. Útgáfan barst til eyrna Phil Neal, fyrrum fyrirliða Liverpool, og David Millar, útvarpsmanns á Radio City 96,7. Millar heillaðist svo af sveitinni að hann kom því í gegn að íslensku poppararnir myndu troða upp á staðnum sögufræga. "Við spilum á föstudagskvöldinu á milli átta og tíu. Við vitum ekki alveg hvort það verður ball- eða tónleikafílingur. Við rennum svolítið blint í sjóinn með það kvöld. Á laugardeginum spilum við fyrir ferðamenn í einn og hálfan tíma einhvern tíma milli klukkan tvö og sex. Mér skilst að staðurinn sé alltaf fullur af þýskum túristum. Þá ætlum við að spila bara okkar eigin lög," segir Heimir og viðurkennir að þetta sé stærsti viðburður sveitarinnar til þessa. Á móti sól heitir AMS í útlandinu en ætlar að syngja á íslensku. Piltarnir ætla að taka með sér kvikmyndatökumann sem eltir þá í viðtölin og á tónleikana til þess að halda minningunni sem ferskastri. Menning Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Poppsveitin Á móti sól datt í lukkupottinn og spilar næstu helgi í hinum heimsfræga klúbbi Cavern Club í Liverpool. Sá staður er þekktastur fyrir að hafa verið afdrep Bítlanna á þeim árum sem þeir störfuðu í heimaborg sinni. Sagt er að sveitin hafi komið þar fram 292 sinnum á ferli sínum. Eftir það hafa margar heimsþekktir flytjendur komið þar fram, til dæmis Little Richard, The Hollies, Jefferson Starship, Rolling Stones og Mínus, sem gerðust svo grófir að sprengja hátalarakerfi hússins. "Þetta er okkar Mekka," segir Heimir Eyvindarson, hljómborðsleikari Á móti sól. "Bæði út af Bítlunum og svo út af Liverpool-fótboltaliðinu. Við erum náttúrulega allir fótboltanördar." Í þetta skiptið borgaði fótboltanördaskapurinn sig svo sannarlega. Tildrög þess að Á móti sól heldur tvenna tónleika í Cavern Club má rekja til þess að sveitin hljóðritaði sína eigin útgáfu af baráttusöng knattspyrnuliðsins, You'll Never Walk Alone. Útgáfan barst til eyrna Phil Neal, fyrrum fyrirliða Liverpool, og David Millar, útvarpsmanns á Radio City 96,7. Millar heillaðist svo af sveitinni að hann kom því í gegn að íslensku poppararnir myndu troða upp á staðnum sögufræga. "Við spilum á föstudagskvöldinu á milli átta og tíu. Við vitum ekki alveg hvort það verður ball- eða tónleikafílingur. Við rennum svolítið blint í sjóinn með það kvöld. Á laugardeginum spilum við fyrir ferðamenn í einn og hálfan tíma einhvern tíma milli klukkan tvö og sex. Mér skilst að staðurinn sé alltaf fullur af þýskum túristum. Þá ætlum við að spila bara okkar eigin lög," segir Heimir og viðurkennir að þetta sé stærsti viðburður sveitarinnar til þessa. Á móti sól heitir AMS í útlandinu en ætlar að syngja á íslensku. Piltarnir ætla að taka með sér kvikmyndatökumann sem eltir þá í viðtölin og á tónleikana til þess að halda minningunni sem ferskastri.
Menning Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira