Innlent

18 þúsund konur í Kvennahlaupinu

Kvennahlaup ÍSÍ fagnaði 15 ára afmæli í dag. Um átján þúsund konur á öllum aldri tóku þátt í hlaupinu á meira en 90 stöðum hérlendis og fimmtán stöðum erlendis. Í Garðabæ var mikil og góð stemmning í blíðskaparveðri og var þátttakan best þar, eða um sex þúsund konur sem hlupu. Elsti þátttakandinn, Guðrún Stefánsdóttir, átti einmitt 89 ára afmæli í dag. Í ár var áherslan lögð á þýðingu hreyfingar fyrir andlega heilsu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×