Sport

Benitez mikill aðdáandi Cisse

Hinn nýráðni framkvæmdastjóri hjá Liverpool, Rafael Benitez, segist hafa haft auga með franska sóknarmanninum Djibril Cisse, sem einmitt er væntanlegur á Anfield í sumar. "Þegar ég var hjá Valencia voru njósnarar mínir alltaf að tala um Cisse og hversu góður hann ætti eftir að verða. Allir mínír ráðgjafar sögðu við mig að ef ég hefði hann í mínu liði þá myndi ég ekki þurfa að hafa áhyggjur yfir því að vera í toppbaráttunni á Spáni," sagði Benitez, greinilega hinn kátasti með að fá að njóta þjónustu hans í Liverpool.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×