Sport

Metinn á 45 milljónir punda

Everton er búið að skella 45 milljón punda verðmiða á Wayne Rooney, sem slegið hefur rækilega í gegn á EM í Portúgal. Mörg stórlið hafa verið orðuð við unglingspiltinn geðprúða og gullfallega og þar hafa helst verið nefnd til sögunnar lið Manchester United og Chelsea. Everton hefur á hinn bóginn boðið Rooney nýjan fimm ára samning og vill félagið auðvitað halda honum á Goodison Park eins lengi og kostur er. Ef málið er litið raunsæjum augum getur Everton þó varla haldið honum lengi því fjárhagsstaða liðsins er skelfileg. Fáist 45 milljónir punda eða meira gerir það Rooney að dýrasta leikmanni sögunnar og Everton gæti varla fúlsað við slíku tilboði. Framkvæmdastjóri Everton, David Moyes, hefur alltaf sagt að hann vilji ekki selja Rooney en sagði einnig að ef hann yrði seldur hefði Chelsea, eitt félaga, efni á honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×