Sport

Rússar vilja bjarga andlitinu

Rússar, sem eiga ekki lengur möguleika á að komast í átta liða úrslit á EM eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum gegn Spánverjum og Portúgölum, hafa ekki í hyggju að tapa þriðja leiknum í röð og þar með öllum leikjunum. Þeir eiga eftir að spila gegn Grikkjum en sá leikur fer fram á sunnudag. Grikkir hafa komið hvað mest á óvart í keppninni en þurfa jafntefli gegn Rússum til að gulltryggja sig áfram í átta liða úrslitin. Vyacheslav Koloskov, forseti Rússneska knattspyrnusambandsins, sagði sína menn verða að berjast og halda stoltinu: "Ég get lofað því að Rússar gefast ekki upp án baráttu, við berjumst til þrautar. Við lítum á leikinn gegn Grikkjum sem okkar síðasta tækifæri til að halda andlitinu hér í Portúgal og ég fullvissa fólk um að við gerum allt sem við getum svo það takist," sagði Vyacheslav Koloskov.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×