Sport

Frakkar voru heppnir að fá stigið

Evrópumeistarar Frakka voru heppnir með að fá stig út úr viðureign sinni við Króata en leikurinn fór 2-2 þar sem bæði lið fengu góð tækifæri til að skora fleiri mörk og þá sérstaklega Króatar sem voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Bæði mörk Frakka voru af ódýrari gerðinni, fyrst sjálfsmark Igor Tudor og svo mark frá David Trezeguet sem virtist nota hendina á ólöglegan hátt rétt áður en hann skoraði markið. Milan Rapaic jafnaði leikinn úr vítaspyrnu og Dado Prso kom Króötum síðan yfr áður en Trezeguet jafnaði. Króatar voru frábærir í seinni hálfleik og liðin settu á svið mikla knattspyrnusýningu þar sem þau sóttu á víxl. Frakkar eru á toppi riðilsins með fjögur stig og nægir jafntefli í síðasta leik sínum gegn Sviss til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Króatar verða hinsvegar að vinna Englendinga í síðasta leik sínum til þess að komast áfram. Frakkland-Króatía 2-21-0 Sjálfsmark (22.) 1-1 Milan Rapaic, víti (48.) 1-2 Dado Prso (52.) 2-2 David Trezeguet (64.)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×