Sport

Sögulegt mark hjá Wayne Rooney

Wayne Rooney skoraði sögulegt mark fyrir Englendinga gegn Sviss í öðrum leik liðanna í B-riðli en leikurinn er í gangi í Portúgal. Rooney varð þá yngsti leikmaðurinn til að skora í lokakeppni evróumótsins. Rooney bætti með Júgóslavans Dragan Stojakovic frá 1984. Fyrr í mótinu hafði Ronaldo leikmaður Portúgal og Manchester United komist í annað sætið á þessum lista þegar að hann skoraði í opnunarleiknum gegn Grikklandi. Rooney, 18 ára og 7 mánaða gamall, skoraði markið eftir 23 mínútna leik með skalla eftir sendingu Michael Owen og undirbúning David Beckham. Englendingar voru yfir í hálfleik þökk sé þessu marki Rooney. Þetta var sjötta mark Rooney fyrir enska landsliðið í aðeins 15 leikjum en hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Áströlum 12. febrúar 2003. Rooney skoraði ekki mark í fyrstu fimm landsleikjum sinum en síðan í september í fyrra hefur hann skorað 6 mörk í tíu leikjum, þarf tvö mörk í einum leik á móti Íslandi. Þetta er þriðja landsliðsmet Waynes Rooney en hann var á síðasta ári yngsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins til að bæði spila og skora fyrir landsliðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×