Sport

Frings til Bayern München

Þýski landsliðsmaðurinn Torsten Frings, sem skoraði mark Þjóðverja gegn Hollendingum á Evrópumótinu í fótbolta á þriðjudag, er genginn til liðs við stórliðið Bayern München. Frings, sem lék áður með Borussia Dortmund, kostað Bæjara um 800 milljónir króna en hann mun skrifa undir þriggja ára samning. Hann er þriðji leikmaðurinn sem Münchenarliðið kaupir frá því að tímabilinu lauk, Lucio frá Bayer Leverkusen og Vahid Hashemian frá Bochum eru einnig komnir til liðs við félagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×