Sport

Króatar hvíla menn gegn Frökkum

Króatar líta nú á síðasta leik sinn í B-riðli á Evrópumótinu í Portúgal, gegn Englandi á mánudaginn, sem úrslitaleik um annað sætið og hafa gefið í skyn að þeir ætli sér að hvíla nokkra lykilmenn sína í leiknum gegn Frökkum í dag. "Stigið gegn Sviss lítur ágætlega út núna. Það er ekki svo mikilvægt fyrir okkur að vinna leikinn gegn Frökkum, það er mikilvægara að tapa ekki. Við höfðum alltaf á tilfinningunni að leikurinn gegn Englendingum myndi skipta sköpum og það reyndist rétt. Þjálfarinn er svo sannarlega að hugsa um að hvíla leikmenn til að þeir verði tilbúnir gegn Englendingum," sagði Drazen Ladic, aðstoðarþjálfari Króata. Fimm leikmanna liðsins; Dado Prso, Ivica Mornar, Milan Rapaic, Boris Zivkovic og Nenad Bjelica, fengu gult spjald gegn Sviss og fara í bann ef þeir fá spjald gegn Frökkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×