Sport

Totti kærður af UEFA

: Totti virtist vera eitthvað ósáttur við Poulsen, ógnaði honum og spýtti síðan vænni slummu framan í hann. Hvað réði þessum gerðum Tottis veit enginn en hann slapp í það minnsta við að fá spjald frá dómara leiksins. Hægt er að sjá myndir af atvikinu á vef Danmarks Radio. Þar er Totti líkt við lamadýr en þau losa sig við vökva á sama hátt og Totti gerði í þetta skiptið. Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur ákveðið að kæra Totti og kemur í ljós í fyrramálið hvort hann fær bann. Sinisa Mihajlovic, leikmaður Lazio, fékk átta leikja bann fyrir að hrækja á leikmann Chelsea í leik í Meistaradeildinni í nóvember á síðasta ári. Ítalinn snjalli Francesco Totti gæti verið í vondum málum eftir að upp komst að hann hrækti á danska miðjumanninn Christian Poulsen í leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í Portúgal á mánudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×