Sport

Jafnt hjá Spánverjum og Grikkjum

Spánverjar og Grikkir gerðu jafntefli, 1-1, í leik liðanna í A-riðli Evróðumótsins í knattspyrnu í dag. Framherjinn Fernando Morientes kom Spánverjum yfir á 28. mínútu með fallegu marki eftir gott samspil við Raul Gonzalez en Grikkir jöfnuðu metin á 66 .mínútu og var þar að verki framherjinn Angelos Charisteas. Bæði lið hafa nú fjögur stig á toppi riðilsins en Spánverjar geta nagað sig í handarbökin því þeir voru mun stkerari aðilinn í leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×