Sport

Zidane mun bera fyrirliðabandið

Zinedine Zidane verður fyrirliði Frakka gegn Englandi í dag þar sem Marcel Desailly mun byrja á bekknum. „Marcel mun ekki byrja á morgun. Rannsóknir okkar sýndu að hann er langt frá því að geta spilað í 90 mínútur,“ sagði Jaques Santini, þjálfari franska liðsins sem teflir fram Mikael Silverstre og Liliam Thuram í miðri frönsku vörninni. Desailly á möguleika á að setja leikjamen í úrslitum evrópukeppninnar, þarf þrjá leiki til þess að eiga metið einn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×