Sport

HK sló út bikarmeistara ÍA

HK-ingar komu mjög á óvart í 32 liða úrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu í gær með því að slá út bikarmeistara Skagamanna í hádeginu í gær. Það var Hörður Már Magnússon sem skoraði sigurmark Kópavogsliðsins undir loks leiksins en HK er sem stendur í öðru sæti 1. deildar karla. Skagamenn fundu engar leiðir framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni sem hélt hreinu í sjötta sinn í sumar en HK hefur leikið alls sjö leiki í deild og bikar. Skagamenn voru eina úrvalsdeildarliðið sem datt úr 32 liða úrslitunum að þessu sinni en hin 9 fóru öll áfram. Það var samt meira um óvænt úrslit, botnlið 2. deildar karla, Afturelding burstaði 1. deildarlið Hauka 5–0 og 3. deildarlið Reynis úr Sandgerði sló úr 1. deildarlið Þórsara, 1–0. Fram, FH, Víkingur og Keflavík unnu öll sannfærandi sigra en önnur lið í Landsbankadeildinni lentu í jöfnum leikjum. Víkingar höfðu skorað aðeins 2 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum en skoruðu sjö gegn Sindra á Hornafirði. Síðasti leikurinn í 32 liða úrslitunum fer fram í dag en það verður síðan dregið um leiki 16 liða úrslitanna á morgun. Úrslitin í 32 liða úrslitum Visa-bikars karla:Fram 4-0 Grótta Fylkir 2-0 ÍH Reynir S. 1-0 Þór Fjölnir 1-2 ÍBV Selfoss 0-2 Grindavík Breiðablik 0-2 Njarðvík Tindastóll 0-1 KA Afturelding 5-0 Haukar HK 1-0 ÍA Fjarðabyggð 0-2 Valur Víðir 1-3 KR KS 1-2 Stjarnan Ægir 0-5 FH Völsungur 0-3 Keflavík Sindri 0-7 Víkingur R. KFS 2-3 Þróttur R.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×