Sport

Verðmætum blöðrum sleppt í kvöld

Það verður mikið fjör á Fylkisvelli í kvöld þegar Fylkir og Víkingur spila í sjöttu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. 50 blöðrum verður sleppt en inn í þeim er miði sem getur tryggt eigandanum tvo miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2005. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, er 50 ára í dag, þriðjudaginn 15. júní.  Af þessu tilefni verða ýmsar uppákomur á knattspyrnuvöllum í Evrópu og þar á meðal á leik Fylkis og Víkinga á Fylkisvelli í kvöld.  Meðal annars verður 20.000 hátíðarblöðrum sleppt víðs vegar um Evrópu og verður 50 slíkum blöðrum sleppt á Fylkisvelli í kvöld, einni fyrir hvert af árunum fimmtíu.  Við hverja blöðru er festur miði sem finnandinn getur sent til UEFA og þannig átt möguleika á að vinna tvo miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2005. Fylkismenn ætla við sama tilefni að tilkynna nafnið á nýja lukkudýrið en tígrísdýrið þeirra hefur ekki farið framhjá neinum á fyrstu leikjum liðsins í Landsbankadeild karla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×