Sport

Grönkjær missti móður sína

Móðir danska landsliðsmannsins Jespers Grönkjær, Irmelin Grönkjær, lést í síðustu viku úr krabbameini og fór hann af þeim sökum ekki með landsliðinu til Portúgal en hann gæti komið þegar líður á mótið. Morten Olsen, þjálfari Dana, hefur sagt að hann virði ákvörðun Grönkjærs. "Það er afar ólíklegt á þessari stundu að Jesper spili með okkur gegn Ítalíu á mánudag. Við verðum bara að finna lausn á því vandamáli en vonandi kemur hann til móts við liðið fljótlega," sagði Morten Olsen við blaðamenn í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×