Sport

Thuram leikur sinn 100. landsleik

Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram leikur sinn 100. landsleik þegar Frakkar og Englendingar mætast á EM á morgun. Thuram hefur leikið flesta sína landsleiki í hægri bakverðinum en hann vonast til þess að fá að leika sína uppáhaldsstöðu á morgun sem er staða miðvarðar. Thuram og Mikael Silvestre hafa náð vel saman í miðvarðarstöðunum undanfarið en margir telja að Santini landsliðsþjálfari setji Marcel Desailly á ný í miðvörðinn og það þýðir að Thuram þarf að fara aftur í bakvörðinn. "Ég veit ekki enn hvar ég á spila en ég hef alltaf beðið um að fá að leika í miðverðinum. Óskir mínar voru virtar að lokum en við verðum að bíða og sjá hvað gerist á sunnudaginn," sagði Thuram við blaðamenn í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×