Sport

Kahn er kokhraustur

Fáir tóku mark á markmanni Þjóðverja, Oliver Kahn, þegar hann spáði sínu liði góðu gengi á HM 2002. Annað kom á daginn og ólseigt lið Þjóðverja fór alla leið í úrslitaleikinn en beið þar lægri hlut gegn Brasilíumönnum. Nú er Kahn aftur kominn á ferðina og er sannfærður um að Þjóðverjar geri góða hluti á EM þvert ofan í allar spár sérfræðinga en liðinu hefur gengið afleitlega í vináttulandsleikjum að undanförnu. „Ég hef nákvæmlega sömu tilfinningu og ég hafði fyrir HM 2002,“ sagði Kahn, kokhraustur að vanda: „Ég veit að fólk efast um möguleika okkar en ef við spilum sem ein heild og hver einasti leikmaður gefur allt sem hann á, er allt mögulegt. Okkur gekk líka herfilega á undirbúningstímabilinu fyrir HM 2002 en sagan er með okkur Þjóðverjum og við höfum margoft sýnt að það borgar sig ekki að dæma okkur úr leik of snemma,“ sagði Oliver Kahn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×