Sport

Terry ekki með gegn Frökkum

Varnarmaðurinn sterki John Terry mun ekki leika með Englendingum gegn Frökkum á sunnudaginn. Terry meiddist í vináttuleiknum gegn Japönum um daginn og hefur lítið æft síðan. Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari setti það sem skilyrði að hann þyrfti að taka fullan þátt í æfingunni í gær til þess að komast í liðið en það gekk ekki eftir þar sem Terry gat aðeins skokkað á æfingunni. "Hann er ekki alveg orðinn nógu góður og því finnst mér glórulaust að tefla honum fram gegn Frökkum. Ég held samt að hann verði orðinn í lagi fyrir næsta leik á fimmtudag," sagði Eriksson á blaðamannafundi í gær. Það verður því annað hvort Jamie Carragher eða Ledley King sem leikur með Sol Campbell í miðju ensku varnarinnar á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×