„D“ fyrir dauðariðil á EM 15. júní 2004 00:01 Í D-riðli, eða „dauðariðlinum“ eins og hann hefur verið nefndur, mun að minnsta kosti einn af risunum, Þýskaland, Holland eða Tékkland, þurfa að pakka saman eigum sínum að lokinni riðlakeppninni og halda heim á leið. Hvert svo sem hið óheppna lið verður er ljóst að litla Lettland mun spila stóra rullu í að ákvarða hver það á endanum verður sem kemst ekki áfram. Hollendingar líklegir Eingöngu með því að líta yfir leikmannalista Hollendinga er hægt að setja liðið á meðal þeirra þjóða sem sigurstranglegastar eru. Svo óheppilega vill til að samband nokkurra af þessum framúrskarandi leikmönnum er ekki eins og best verður á kosið, og gæti það komið niður á leik liðsins. Liðið býr yfir góðri blöndu af yngri og eldri leikmönnum og spilar frábæran bolta þegar það nær sér á strik. Ef liðið kemst upp úr riðlinum gæti sú staðreynd að liðið hefur fallið úr leik í síðustu þremur EM eftir vítaspyrnukeppni haft áhrif á sálartetur leikmanna, og munu þeir vilja forðast vítin eins og heitan eldinn. Tékkar með frábært liðTékkar eru með frábært lið og eru margir sem spá því að þeir komi mest allra liða á óvart í keppninni. Með Pavel Nedved, Tomas Rosicky, Karel Poborsky og Tomas Galasek hafa Tékkar einhverja best skipuðu miðju í keppninni, sem getur matað risann Jan Koller í sókninni. Spurningarmerkið er sett við vörnina þar sem bakvarðastöðurnar eru verst mannaðar, og þarf hinn ungi Petr Cech í markinu líklega að eiga gott mót. Þjóðverjar í vandræðum Helsti styrkur þýska liðsins er hefðin sem liðið hefur, en ekkert landslið frá Evrópu hefur verið sigursælla í sögunni. Á pappírunum þykir liðið ekki hafa verið lakara í mörg ár, en ef þeir ná upp sínum agaða bolta má ekki afskrifa Þjóðverja. Þeim var spáð óförum á HM fyrir tveimur árum en komust samt í úrslitaleikinn. Það sama er uppi á teningnum nú; allir hafa afskrifað liðið fyrir keppnina og munu leikmenn liðsins ólmir vilja sýna fram á annað. Erfitt hjá LettumLettland hefur verðskuldað tryggt sér sæti á EM með því að slá út þjóðir á borð við Tyrkland og Pólland. Lettar byggja leik sinn á skyndisóknum þar sem hinn eldsnöggi framherji Maris Verpakovskis er í lykilhlutverki. Hann skoraði grimmt fyrir liðið í undankeppninni og er þeirra aðalvopn. Þetta er í fyrsta skipti sem Lettar komast í lokakeppni stórmóts og að komast í gegnum þennan dauðariðil yrði ekkert minna en kraftaverk. Lykilmenn liðanna í D-riðliHollandSókn: Ruud van Nistelrooy Miðja: Wesley Sneijder Vörn: Jaap Stam TékklandSókn: Jan Koller Miðja: Pavel Nedved Vörn: Marek Jankulovski ÞýskalandSókn: Kevin Kuranyi Miðja: Michael Ballack Vörn: Oliver Kahn, markvörður LettlandSókn: Maris Verpakovskis Miðja: Vitalijs Astafjevs Vörn: Igors Stepanovs Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Sjá meira
Í D-riðli, eða „dauðariðlinum“ eins og hann hefur verið nefndur, mun að minnsta kosti einn af risunum, Þýskaland, Holland eða Tékkland, þurfa að pakka saman eigum sínum að lokinni riðlakeppninni og halda heim á leið. Hvert svo sem hið óheppna lið verður er ljóst að litla Lettland mun spila stóra rullu í að ákvarða hver það á endanum verður sem kemst ekki áfram. Hollendingar líklegir Eingöngu með því að líta yfir leikmannalista Hollendinga er hægt að setja liðið á meðal þeirra þjóða sem sigurstranglegastar eru. Svo óheppilega vill til að samband nokkurra af þessum framúrskarandi leikmönnum er ekki eins og best verður á kosið, og gæti það komið niður á leik liðsins. Liðið býr yfir góðri blöndu af yngri og eldri leikmönnum og spilar frábæran bolta þegar það nær sér á strik. Ef liðið kemst upp úr riðlinum gæti sú staðreynd að liðið hefur fallið úr leik í síðustu þremur EM eftir vítaspyrnukeppni haft áhrif á sálartetur leikmanna, og munu þeir vilja forðast vítin eins og heitan eldinn. Tékkar með frábært liðTékkar eru með frábært lið og eru margir sem spá því að þeir komi mest allra liða á óvart í keppninni. Með Pavel Nedved, Tomas Rosicky, Karel Poborsky og Tomas Galasek hafa Tékkar einhverja best skipuðu miðju í keppninni, sem getur matað risann Jan Koller í sókninni. Spurningarmerkið er sett við vörnina þar sem bakvarðastöðurnar eru verst mannaðar, og þarf hinn ungi Petr Cech í markinu líklega að eiga gott mót. Þjóðverjar í vandræðum Helsti styrkur þýska liðsins er hefðin sem liðið hefur, en ekkert landslið frá Evrópu hefur verið sigursælla í sögunni. Á pappírunum þykir liðið ekki hafa verið lakara í mörg ár, en ef þeir ná upp sínum agaða bolta má ekki afskrifa Þjóðverja. Þeim var spáð óförum á HM fyrir tveimur árum en komust samt í úrslitaleikinn. Það sama er uppi á teningnum nú; allir hafa afskrifað liðið fyrir keppnina og munu leikmenn liðsins ólmir vilja sýna fram á annað. Erfitt hjá LettumLettland hefur verðskuldað tryggt sér sæti á EM með því að slá út þjóðir á borð við Tyrkland og Pólland. Lettar byggja leik sinn á skyndisóknum þar sem hinn eldsnöggi framherji Maris Verpakovskis er í lykilhlutverki. Hann skoraði grimmt fyrir liðið í undankeppninni og er þeirra aðalvopn. Þetta er í fyrsta skipti sem Lettar komast í lokakeppni stórmóts og að komast í gegnum þennan dauðariðil yrði ekkert minna en kraftaverk. Lykilmenn liðanna í D-riðliHollandSókn: Ruud van Nistelrooy Miðja: Wesley Sneijder Vörn: Jaap Stam TékklandSókn: Jan Koller Miðja: Pavel Nedved Vörn: Marek Jankulovski ÞýskalandSókn: Kevin Kuranyi Miðja: Michael Ballack Vörn: Oliver Kahn, markvörður LettlandSókn: Maris Verpakovskis Miðja: Vitalijs Astafjevs Vörn: Igors Stepanovs
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Sjá meira