Sport

Vefst tunga um tönn

Svissneska landsliðið stendur frammi fyrir mjög sérstöku vandamáli á EM sem gæti komið mörgum á óvart. Þannig er mál með vexti að leikmenn liðsins tala bæði frönsku og þýsku og þar að auki margar mállýskur af þessum tungumálum. Það sem gerist í kjölfarið er að leikmenn liðsins eiga ákaflega erfitt með að skilja hvern annan. Varnarmaðurinn Stephane Henchoz, sem leikur með Liverpool, hefur stórar áhyggjur af þessu vandamáli. "Það hefur verið erfitt að venjast þessu og þetta hefur oft verið mikill hrærigrautur þar sem enginn hefur skilið neinn," sagði Henchoz. "Ég er viss um að fólk utan Sviss skilur ekki hvernig við náum í lið en það er alveg ljóst að þetta vandamál hjálpar okkur ekki í því að ná árangri."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×