Sport

Pletikosa meiddur

Otto Baric, þjálfari króatíska landsliðsins, stendur frammi fyrir stóru vandamáli því nú er ljóst að aðalmarkvörður liðsins, Stipe Pletikosa, verður ekki með í fyrstu tveimur leikjum liðsins, gegn Svisslendingum og Frökkum, á Evrópumótinu í Portúgal. Það er einnig tæpt að Pletikosa verði búinn að ná sér fyrir síðasta leik liðsins í riðlinum gegn Englendingum en læknar liðsins telja að hann verði frá næstu 10-15 dagana. Tomislav Butina, sem spilar með belgíska liðinu Club Brugge, mun að öllum líkindum leysa Pletikosa af á meðan hann er meiddur en fjarvera hans er mikið áfall fyrir króatíska liðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×