Sport

Rebrov ætlar að sanna sig

Sergei Rebrov ætlar sér að snúa aftur til Tottenham og freista þess að sanna sig fyrir hinum nýja þjálfara, Jacques Santini. Þetta segir umboðsmaður Rebrovs, sem lék allt síðasta tímabil sem lánsmaður hjá Fenerbache í Tyrklandi. Santini ætlar, ásamt Frank Arnesen, nýráðnum yfirmanni knattspyrnumála hjá Tottenham, sér að fara gaumgæfilega yfir leikmannahóp liðsins fyrir komandi leiktíð. Sér hinn 30 ára gamli Rebrov þar leik á borði að sögnumboðsmanns kappans Sandor Varga. „Sergei mun halda til London þann 1. júlí og mæta á fyrstu æfingu undir leiðsögn nýrra stjóra. Hann er ákveðinn í að blanda sér í framtíðaráform Santini,“ sagði umboðsmaðurinn, en Rebrov á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×