Sport

Riðlaskipting í handboltanum

Í gær var tilkynnt á heimasíðu Handknattsleikssambands Íslands hvernig riðlarnir í undankeppni Íslandsmóts meistaraflokks karla verða skipaðir á næsta tímabili. Þar vekur mesta athygli að Íslandsmeistarar Hauka og bikarmeistarar KA eru saman í riðli. Fjögur efstu liðin úr hvorum riðli, Norður- og Suðurriðli, vinna sér sæti í úrvalsdeildinni en hin liðin spila í 1. deild. Það verður því spilað eftir sama fyrirkomulagi og síðasta vetur nema að liðin sem mætast í í úrvalsdeildinni taka með sér innbyrðisleikina úr riðlinum og mætast því ekki aftur í úrvalsdeildinni. LIÐSKIPAN Í NORÐURRIÐLI Haukar KA Fram HK FH Þór Ak. Afturelding LIÐSKIPAN Í SUÐURRIÐLI Valur ÍR Grótta/KR Stjarnan ÍBV Víkingur Selfoss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×