Sport

Webber til Williams

Ástralinn Mark Webber er hugsanlega á leið til BMW Williams á næsta ári. Sam Michaels vill fyrir alla muni fá Webber til BMW Williams en hann lét orð þess efnis falla á fundi með fréttamönnum í Montreal í fyrradag.  "Webber er með hárrétt hugarfar fyrir Formúluna. Hann er kjarkaður og hraður ökumaður sem á auðvelt með að vinna með öðrum. Við höfum átt í viðræðum við hann en ekkert er frágengið." Margt bendir til þess að Ralf Schumacher yfirgefi liðið í lok ársins og þá er það frágengið að Juan Pablo Montoya fer til McLaren. Vangaveltur um framtíð Kanadamannsins Jacques Villeneuve halda áfram, en hann er bendlaður við BMW Williams og er hugsanlegt að hann prófi BMW Williams-bíl í ágúst. Um það mál hafði Frank Williams eftirfarandi að segja: "Við erum með lista yfir ökumenn sem við erum að skoða og Jacques Villeneuve er á honum. Allt er mögulegt og við útilokum ekki neitt. Villeneuve er sannfærður um að hann eigi fullt erindi í Formúluna aftur," sagði Frank Williams en Villeneuve varð einmitt heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið á sínum ferli árið 1997 með Williams Renault.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×