Sport

Ólafur valinn bestur hjá Ciudad

Ólafur Stefánsson var kjörinn besti leikmaður spænska meistaraliðsins Ciudad Real á síðustu leiktíð, af lesendum heimasíðu félagsins. Ólafur var með nokkra yfirburði í kjörinu en hann hlaut tæplega tólf hundruð atkvæði. Egypski landsliðsmaðurinn Hussein Ali Zaky var annar í röðinni með 813 atkvæði og þriðji varð spænski landsliðsmaðurinn Entrerrios með rétt rúm sjö hundruð. Óhætt er að segja að koma Ólafs til félagsins hafi gefið því aukinn kraft því liðið hampaði spænska meistaratitlinum í fyrsta sinn og gerði það gott í öðrum keppnum, virðist t.d. hafa velt Barcelona úr sessi sem toppliði Spánar í handknattleik. Ólafur var besti maður liðsins á tímabilinu og sömuleiðis sá markahæsti með 236 mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×