Sport

Rúnar til Eisenach

Rúnar Sigtryggsson landsliðsmaður hefur gert samning við þýska liðið Eisenach, sem féll úr þýsku 1. deildinni í vor, og spilar með því á næsta keppnistímabili. Rúnar spilaði með Wallau Massenheim á síðasta tímabili en liðið átti við fjárhagsörðugleika að stríða og þá var staða Rúnars óljós eftir tímabilið og því ekki beint fýsilegt fyrir hann að vera þar áfram. Mikill hugur er í forráðamönnum Eisenach sem ætla sér að koma liðinu strax upp aftur í efstu deild. Rúnar Sigtryggsson er 32 ára og hefur víða komið við erlendis sem og hér heima. Hann lék til að mynda með Ciudad Real á Spáni og hér heima lék hann með Þór, Val, Víking og Haukum. Rúnar á nóg eftir og er almennt talinn einn af betri varnarmönnum heims og algjör lykilleikmaður í vörn íslenska landsliðsins og verður því mikill liðsstyrkur fyrir Eisenach. Liðið er á höttunum eftir fleiri leikmönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×