Lífið

Jane´s Addiction að hætta

Rokksveitin Jane´s Addiction er að hætta, tveimur árum eftir að hún kom saman á ný eftir tíu ára pásu. Lítið hefur spurst til sveitarinnar á þessu ári en á því síðasta gaf hún út plötuna Strays.  Meðlimir sveitarinnar, fyrir utan söngvarann Perry Farrell, hafa gefið út yfirlýsingu á netinu þar sem þeir segjast ekki geta haldið lengur út. Samstarfið hafi einfaldlega ekki gengið upp. "Í raun og veru höfum við hætt og byrjað aftur um það bil fjórum sinnum á síðastliðnum árum," sagði í yfirlýsingunni. "Kannski sýnir það okkur hvar við erum staddir núna. Við vitum að við gerðum allt sem við gátum í þetta skiptið og náðum að gera mjög góða plötu eftir tíu ára þögn." Jane´s Addiction er talin ein áhrifamesta rokksveit síðustu tuttugu ára. Plötur hennar Nothing´s Shocking og Ritual de lo Habitual eru orðnar sígildar og hafa haft áhrif á sveitir eins og Red Hot Chili Peppers og The Music.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.