Tveggja marka forusta KR í súginn 14. júlí 2004 00:01 KR-ingar naga sig væntanlega í handarbökin eftir að hafa misst tveggja marka forystu niður í 2-2 jafntefli í leiknum gegn írska liðinu Shelbourne í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. KR-ingar höfðu leikinn í hendi sér um miðbik síðari hálfleiks en féllu of aftarlega og komu leikmönnum Shelbourne inn í leikinn sem þurftu aðeins tíu síðustu mínúturnar til að jafna leikinn, 2–2. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR-inga, ákvað að treysta á reynsluna í leiknum gegn Shelbourne í gærkvöld. Hann tók framherjann unga Kjartan Henry Finnbogason út úr liðinu og setti Arnar Gunnlaugsson, sem var meiddur í síðasta leik gegn Fylki, inn í hans stað. Auk þess sem kom Sigurvin Ólafsson inn á miðjuna í stað Kristins Hafliðasonar sem er meiddur. KR–ingar byrjuðu leikinn ágætlega og fengu tvö fyrstu færi leiksins. Fyrst átti Sigurvin skalla rétt framhjá á 9. mínútu og á 18. mínútu skaut síðan Sigmundur Kristjánsson rétt fram hjá marki Shelbourne. KR-ingar réðu nokkuð ferðinni í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér verulega góð marktækifæri. Írska liðið verður seint sakað um að hafa lagt ofuráherslu á sóknarleikinn í fyrri hálfleik, aðeins einu sinni náðu þeir að skapa smá usla fyrir framan mark KR. KR-ingar fengu óskabyrjun í síðari hálfleik þegar Arnar Jón Sigurgeirsson kom þeim yfir á 47. mínútu. Hann fiskaði aukaspyrnu af harðfylgi rétt við vítateiginn, Arnar Gunnlaugsson renndi boltanum til hans þar sem hann stóð á vítateigshorninu hægra megin og þrumaði boltanum í fjærhornið – glæsilegt mark. KR-ingar kættust enn frekar sjö mínútum síðar þegar Sigurvin Ólafsson bætti við öðru marki. Arnar Gunnlaugsson var þá aftur á ferðinni með aukaspyrnu og þurfti Sigurvin ekki að gera annað en að ýta boltanum yfir línuna á fjærstöng. Fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur KR-inga en eftir að hafa haft góð tök á leiknum duttu þeir aftar á völlinn og leikmenn Shelbourne komust meira inn í leikinn. Það átti eftir að reynast KR-ingum dýrkeypt því á síðustu tíu mínútunum hleyptu Íslandsmeistararnir inn tveimur mörkum. Alan Moore minnkaði muninn á 81. mínútu þegar hann fékk stungusendingu inn fyrir sofandi vörn KR-inga, skaut en Kristján varði en Morre fékk boltann aftur og skoraði. Fimm mínútum síðar jafnaði írska liðið metin þegar Kristján Örn Sigurðsson varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. David Crawley gaf boltann fyrir og Kristján, sem ætlaði að hreinsa, hitti boltann ekki og sendi hann glæsilega í netið óverjandi fyrir Kristján Finnbogason, markvörð KR-inga. KR-ingar geta sjálfum sér um kennt að hafa misst forystuna niður og þeirra bíður erfitt verkefni á Írlandi í næstu viku. KR-Shelbourne 2-2 1–0 Arnar Jón Sigurgeirsson (47.) 2–0 Sigurvin Ólafsson (54.) 2–1 Alan Moore (81.) 2–2 Kristján Sigurðsson, sjálfsmark (86.) Dómarinn Peter Vervecken, Belgíu slakur Bestur á vellinum Petr Podzemsky KR Tölfræðin Skot (á mark) 9–10 (4–5) Horn 2–5 Aukaspyrnur fengnar 17–28 Rangstöður 1–7 Mjög góðir Petr Podzemsky KR, Kristján Örn Sigurðsson KR og Arnar Jón Sigurgeirsson KR Góðir Ágúst Gylfason KR og Gunnar Einarsson KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira
KR-ingar naga sig væntanlega í handarbökin eftir að hafa misst tveggja marka forystu niður í 2-2 jafntefli í leiknum gegn írska liðinu Shelbourne í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. KR-ingar höfðu leikinn í hendi sér um miðbik síðari hálfleiks en féllu of aftarlega og komu leikmönnum Shelbourne inn í leikinn sem þurftu aðeins tíu síðustu mínúturnar til að jafna leikinn, 2–2. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR-inga, ákvað að treysta á reynsluna í leiknum gegn Shelbourne í gærkvöld. Hann tók framherjann unga Kjartan Henry Finnbogason út úr liðinu og setti Arnar Gunnlaugsson, sem var meiddur í síðasta leik gegn Fylki, inn í hans stað. Auk þess sem kom Sigurvin Ólafsson inn á miðjuna í stað Kristins Hafliðasonar sem er meiddur. KR–ingar byrjuðu leikinn ágætlega og fengu tvö fyrstu færi leiksins. Fyrst átti Sigurvin skalla rétt framhjá á 9. mínútu og á 18. mínútu skaut síðan Sigmundur Kristjánsson rétt fram hjá marki Shelbourne. KR-ingar réðu nokkuð ferðinni í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér verulega góð marktækifæri. Írska liðið verður seint sakað um að hafa lagt ofuráherslu á sóknarleikinn í fyrri hálfleik, aðeins einu sinni náðu þeir að skapa smá usla fyrir framan mark KR. KR-ingar fengu óskabyrjun í síðari hálfleik þegar Arnar Jón Sigurgeirsson kom þeim yfir á 47. mínútu. Hann fiskaði aukaspyrnu af harðfylgi rétt við vítateiginn, Arnar Gunnlaugsson renndi boltanum til hans þar sem hann stóð á vítateigshorninu hægra megin og þrumaði boltanum í fjærhornið – glæsilegt mark. KR-ingar kættust enn frekar sjö mínútum síðar þegar Sigurvin Ólafsson bætti við öðru marki. Arnar Gunnlaugsson var þá aftur á ferðinni með aukaspyrnu og þurfti Sigurvin ekki að gera annað en að ýta boltanum yfir línuna á fjærstöng. Fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur KR-inga en eftir að hafa haft góð tök á leiknum duttu þeir aftar á völlinn og leikmenn Shelbourne komust meira inn í leikinn. Það átti eftir að reynast KR-ingum dýrkeypt því á síðustu tíu mínútunum hleyptu Íslandsmeistararnir inn tveimur mörkum. Alan Moore minnkaði muninn á 81. mínútu þegar hann fékk stungusendingu inn fyrir sofandi vörn KR-inga, skaut en Kristján varði en Morre fékk boltann aftur og skoraði. Fimm mínútum síðar jafnaði írska liðið metin þegar Kristján Örn Sigurðsson varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. David Crawley gaf boltann fyrir og Kristján, sem ætlaði að hreinsa, hitti boltann ekki og sendi hann glæsilega í netið óverjandi fyrir Kristján Finnbogason, markvörð KR-inga. KR-ingar geta sjálfum sér um kennt að hafa misst forystuna niður og þeirra bíður erfitt verkefni á Írlandi í næstu viku. KR-Shelbourne 2-2 1–0 Arnar Jón Sigurgeirsson (47.) 2–0 Sigurvin Ólafsson (54.) 2–1 Alan Moore (81.) 2–2 Kristján Sigurðsson, sjálfsmark (86.) Dómarinn Peter Vervecken, Belgíu slakur Bestur á vellinum Petr Podzemsky KR Tölfræðin Skot (á mark) 9–10 (4–5) Horn 2–5 Aukaspyrnur fengnar 17–28 Rangstöður 1–7 Mjög góðir Petr Podzemsky KR, Kristján Örn Sigurðsson KR og Arnar Jón Sigurgeirsson KR Góðir Ágúst Gylfason KR og Gunnar Einarsson KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira