Sport

Framarar enn neðstir

Framarar eru enn neðstir í Landsbankadeild karla eftir markalaust jafntefli við Víking í Víkinni. Fram hefur 7 stig í tíunda og neðsta sæti en Grindavík, sem mætir ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld kl. 19.15, er í níunda sæti með 10 stig. Keflavík, Víkingur og KA hafa 11 stig en Keflavík og KA mætast á Keflavíkurvelli í kvöld. Íslandsmeistarar KR mæta írska liðinu Shelbourne í forkeppi Meistaradeildar Evrópu á Laugardalsvelli kl. 20.00 í kvöld. Shelbourne er írskur meistari og í sérflokki í írskri knattspyrnu undanfarin ár. Shelbourne hefur einu sinni áður mætt íslensku félagsliði í Evrópukeppni, það var 1995 gegn Skagamönnum. Shelbourne hafði ekki roð í Skagmenn sem unnu báða leikina með sömu markatölu, 3-0 og samanlagt 6-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×