Lengjum opnunartíma Háskólasafns 4. nóvember 2004 00:01 Háskólabókasafnið Jarþrúður Ásmundsdóttir Á fundi háskólaráðs í dag verður tekin afstaða til þess hvort setja eigi 8 milljónir í kvöld- og helgaropnun Þjóðarbókhlöðunnar. Undanfarið hefur stúdentaráð, undir forystu Vöku, lagt allt kapp á að lengja opnunartíma Háskólabókasafnsins aftur. Í haust neyddust forsvarsmenn hlöðunnar að stytta opnunartímann vegna þess að Háskólinn kaus að greiða ekki safninu fjárframlag ríkisins samkvæmt rammasamningi. Í ár var þessi samningur aftur á móti lagður niður og því er Háskólanum frjálst að ráðstafa því fé sem ríkið leggur til hans að vild. Í kjölfarið kusu forsvarsmenn Háskólans að skerða opnunartíma Háskólabókasafnsins. Stúdentaráð mótmælti ákvörðun Háskólans með eftirminnilegum hætti 17. september síðastliðinn og efndi til mótmælastöðu fyrir utan Þjóðarbókhlöðuna. Borðum og stólum var stillt upp fyrir utan og þegar Háskólabókasafninu var lokað klukkan sjö, tóku stúdentar sér stöðu og héldu áfram að læra. Þar með sýndu stúdentar í verki hve fáránlegt það er að úthýsa þeim úr bestu vinnuaðstöðu skólans. Stúdentar hafa sýnt vilja sinn og samtöðu í verki. Undanfarna daga hefur stúdentaráð safnað undirskriftum þar sem skorað er á háskólaráð að greiða atkvæði með tillögu stúdenta og tryggja þeim aðgang að Háskólabókasafninu. Vel á þriðja þúsund stúdenta hafa skrifað undir og því er ljóst hver vilji þeirra er í málinu. Eftirtaldir einstaklingar sitja í háskólaráði og bera ábyrgð á niðurstöðu málsins: Páll Skúlason rektor og forseti háskólaráðs, Eiríkur Tómasson prófessor í lagadeild, Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspekideild, Rögnvaldur Ólafsson dósent í raunvísindadeild, Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor í hjúkrunarfræðideild, Jóhannes R. Sveinsson dósent í verkfræðideild, Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Matthías Páll Imsland deildarsérfræðingur. Fulltrúar stúdenta: Bryndís Harðardóttir nemi í hagfræði og Anna Pála Sverrisdóttir nemi í lögfræði. Stúdentar við Háskóla Íslands treysta á ykkar stuðning í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Háskólabókasafnið Jarþrúður Ásmundsdóttir Á fundi háskólaráðs í dag verður tekin afstaða til þess hvort setja eigi 8 milljónir í kvöld- og helgaropnun Þjóðarbókhlöðunnar. Undanfarið hefur stúdentaráð, undir forystu Vöku, lagt allt kapp á að lengja opnunartíma Háskólabókasafnsins aftur. Í haust neyddust forsvarsmenn hlöðunnar að stytta opnunartímann vegna þess að Háskólinn kaus að greiða ekki safninu fjárframlag ríkisins samkvæmt rammasamningi. Í ár var þessi samningur aftur á móti lagður niður og því er Háskólanum frjálst að ráðstafa því fé sem ríkið leggur til hans að vild. Í kjölfarið kusu forsvarsmenn Háskólans að skerða opnunartíma Háskólabókasafnsins. Stúdentaráð mótmælti ákvörðun Háskólans með eftirminnilegum hætti 17. september síðastliðinn og efndi til mótmælastöðu fyrir utan Þjóðarbókhlöðuna. Borðum og stólum var stillt upp fyrir utan og þegar Háskólabókasafninu var lokað klukkan sjö, tóku stúdentar sér stöðu og héldu áfram að læra. Þar með sýndu stúdentar í verki hve fáránlegt það er að úthýsa þeim úr bestu vinnuaðstöðu skólans. Stúdentar hafa sýnt vilja sinn og samtöðu í verki. Undanfarna daga hefur stúdentaráð safnað undirskriftum þar sem skorað er á háskólaráð að greiða atkvæði með tillögu stúdenta og tryggja þeim aðgang að Háskólabókasafninu. Vel á þriðja þúsund stúdenta hafa skrifað undir og því er ljóst hver vilji þeirra er í málinu. Eftirtaldir einstaklingar sitja í háskólaráði og bera ábyrgð á niðurstöðu málsins: Páll Skúlason rektor og forseti háskólaráðs, Eiríkur Tómasson prófessor í lagadeild, Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspekideild, Rögnvaldur Ólafsson dósent í raunvísindadeild, Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor í hjúkrunarfræðideild, Jóhannes R. Sveinsson dósent í verkfræðideild, Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Matthías Páll Imsland deildarsérfræðingur. Fulltrúar stúdenta: Bryndís Harðardóttir nemi í hagfræði og Anna Pála Sverrisdóttir nemi í lögfræði. Stúdentar við Háskóla Íslands treysta á ykkar stuðning í þessu máli.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar