Innlent

Ekki vitað um snjóflóð í nótt

Ekki er vitað til þess að nein snjóflóð hafi fallið í nótt eftir að flóð féll úr Ólafsfjarðarmúla um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og lokaði veginum. Engin var þar á ferð þegar það féll og ruddu Vegagerðarmenn veginn í gærkvöldi. Upp úr hádegi í gær féllu nokkur snjóflóð á vegina um Óshlíð og á Súðavíkurveg við Ísafjarðardjúp og voru vegirnir ekki opnaðir á ný fyrr en á sjötta tímanum, eða þegar Vegagerðarmenn höfðu kannað hættuna á frekari flóðum. Að öðru leiti er ekki vitað um snjóflóð í byggð og ekki þótti ástæða til þess að hafa snjóflóðavakt á Veðurstofunni í nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×