Sport

Brassar gegn Grikkjum

Heimsmeistarar Brasilíu og Evrópumeistarar Grikkja drógust saman í riðlakeppni Álfubikarsins sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári en heimamenn í Þýskalandi eru hinsvegar með Argentínumönnum í riðli.Brasilíumenn unnu Álfukeppnina fyrir sjö árum en þeir eru auk Grikkja með Japönum og Mexíkóbúm í riðli en í hinum riðlinum eru Þjóðverjarar, Ástralir, Argentínumenn og Túnis. Þjóðverjar halda keppnina sem hefst 15. júní í sumar en hún er einskonar generalprufa fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Þýskalandi 2006."Við erum ánægðir með að fá að mæta Brasilíumönnum," sagði þjálfari gríska liðsins,Otto Rehhagel. "Þeir eru það lið sem allir miða sig við og leikurinn við þá verður hápunkturinn. Við höfum þegar sýnt að ekkert er ómögulegt," bætti Rehhagel við. "Þetta verður góð prófraun fyrir okkur. Við höfum bætt okkur með hverjum æfingaleik og það er mjög gott að mæta Áströlum í fyrsta leik," sagði Jurgen Klinsmann, þjálfari þýska liðsins sem er eina liðið með gulltryggt sæti á HM 2006.Úrslitaleikurinn fer fram 29. júní í Frankfurt en einnig er spilað í Hannover, Köln, Leipzig og Nurnberg í keppninni á næsta ári. Frakkar hafa unnið álfukeppnina í tvö síðustu skipti sem hún hefur farið fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×