KR upp í fjórða sætið 25. júlí 2004 00:01 KR-ingar skutust upp í fjórða sæti Landsbankadeildarinnar eftir ótrúlegan lokakafla gegn Víkingum í Víkinni í gærkvöld. KR-ingar, sem höfðu ekki unnið leik síðan 21. júní, tryggðu sér sigurinn þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en þá skoraði Arnar Gunnlaugsson, sem hafði komið inn á sem varamaður, sigurmark liðsins og tryggði því dýrmætan sigur, 2-1. Víkingar þurftu hins vegar að sætta sig við sitt fyrsta tap í sex leikjum, tap sem þeir geta sjálfum sér um kennt því þeir voru betri aðilinn lengst af og hefðu átt að klára leikinn áður en KR-ingar jöfnuðu. Fyrri hálfleikur var jafn og lítið um færi en það dró til tíðinda á 58. mínútu. Þá missti Kristján Örn Sigurðsson, varnarmaður KR-inga, boltann og Egill Atlason þakkaði fyrir sig og þrumaði boltanum í mark KR-inga. Eftir markið sóttu Víkingar linnulaust og áttu meðal annars skot í slá en það voru þó KR-ingar sem jöfnuðu gegn gangi leiksins rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Framherjinn ungi Kjartan Henry Finnbogason skoraði þá með góðu skoti sem Martin Trancik í marki Víkings réði ekki við. Þegar áhorfendur voru farnir að búa sig undir jafntefli og komið var fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði Arnar Gunnlaugsson hins vegar upp. Hann fékk frábæra hælsendingu frá Kjartani Henry, afgreiddi boltann í net Víkings af miklu öryggi og tryggði KR þrjú dýrmæt stig. Víkingur-KR 1-2 1–0 Egill Atlason 58. 1–1 Kjartan Henry Finnbogason 74. 1–2 Arnar Gunnlaugsson 90. Dómarinn Garðar Örn Hinriksson, í meðallagi Bestur á vellinum Kjartan Henry Finnbogason KR Tölfræðin Skot (á mark) 12–17 (7–3) Horn 6–12 Aukaspyrnur fengnar 13–19 Rangstöður 4–0 Mjög góðir Kjartan Henry Finnbogason KR og Arnar Gunnlaugsson KR Góðir Daníel Hjaltason Víkingi, Egill Atlason Víkingi, Kári Árnason Víkingi, Viktor Bjarki Arnarsson Víkingi, Ágúst Gylfason KR, Jökull Elísabetarson KR og Kristján Finnbogason KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sjá meira
KR-ingar skutust upp í fjórða sæti Landsbankadeildarinnar eftir ótrúlegan lokakafla gegn Víkingum í Víkinni í gærkvöld. KR-ingar, sem höfðu ekki unnið leik síðan 21. júní, tryggðu sér sigurinn þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en þá skoraði Arnar Gunnlaugsson, sem hafði komið inn á sem varamaður, sigurmark liðsins og tryggði því dýrmætan sigur, 2-1. Víkingar þurftu hins vegar að sætta sig við sitt fyrsta tap í sex leikjum, tap sem þeir geta sjálfum sér um kennt því þeir voru betri aðilinn lengst af og hefðu átt að klára leikinn áður en KR-ingar jöfnuðu. Fyrri hálfleikur var jafn og lítið um færi en það dró til tíðinda á 58. mínútu. Þá missti Kristján Örn Sigurðsson, varnarmaður KR-inga, boltann og Egill Atlason þakkaði fyrir sig og þrumaði boltanum í mark KR-inga. Eftir markið sóttu Víkingar linnulaust og áttu meðal annars skot í slá en það voru þó KR-ingar sem jöfnuðu gegn gangi leiksins rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Framherjinn ungi Kjartan Henry Finnbogason skoraði þá með góðu skoti sem Martin Trancik í marki Víkings réði ekki við. Þegar áhorfendur voru farnir að búa sig undir jafntefli og komið var fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði Arnar Gunnlaugsson hins vegar upp. Hann fékk frábæra hælsendingu frá Kjartani Henry, afgreiddi boltann í net Víkings af miklu öryggi og tryggði KR þrjú dýrmæt stig. Víkingur-KR 1-2 1–0 Egill Atlason 58. 1–1 Kjartan Henry Finnbogason 74. 1–2 Arnar Gunnlaugsson 90. Dómarinn Garðar Örn Hinriksson, í meðallagi Bestur á vellinum Kjartan Henry Finnbogason KR Tölfræðin Skot (á mark) 12–17 (7–3) Horn 6–12 Aukaspyrnur fengnar 13–19 Rangstöður 4–0 Mjög góðir Kjartan Henry Finnbogason KR og Arnar Gunnlaugsson KR Góðir Daníel Hjaltason Víkingi, Egill Atlason Víkingi, Kári Árnason Víkingi, Viktor Bjarki Arnarsson Víkingi, Ágúst Gylfason KR, Jökull Elísabetarson KR og Kristján Finnbogason KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sjá meira