Sport

Þórey Edda Íslandsmeistari

Þórey Edda Elísdóttir varð Íslandsmeistari í stangarstökki í dag þegar hún stökk 4,20 metra á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Þórey stökk sömu hæð þegar hún fagnaði sigri á Meistaramótinu í fyrra en skemmst er að minnast glæsilegs Norðurlandamets sem hún setti um síðustu helgi þegar hún flaug yfir 4,60 metra. Fyrir mótið um helgina sagðist Þórey Edda ekki eiga von á að bæta sig vegna hinna kunnu íslensku aðstæðna. Hún æfir nú af kappi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu í næsta mánuði.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×