Sport

Vieri vísar gagnrýni á bug

Ítalski framherjinn Christian Vieri vísar á bug þeirri hörðu gagnrýni sem liðið hefur fengið á sig eftir jafnteflið í leiknum gegn Dönum. "Þessi gagnrýni er fáránleg - í guðs bænum, við gerðum jafntefli. Vissulega spiluðum við ekki vel og það eru ákveðin vandamál að herja á liðið. En við getum leyst þau og það er vert að benda á að við fengum ekki á okkur mark og töpuðum ekki leiknum. Við erum búnir að ræða málin vandlega og greina leikinn eins og við gerum eftir hvern leik. Við munum án efa gera betur í næsta leik á föstudaginn gegn Svíum," sagði Vieri á blaðamannafundi og bætti við: "Við verðum að spila sem heild og leggja okkur alla í verkefnið ef við ætlum okkur að vinna Svía og þeir sem halda að við eigum ekki nóg inni eiga eftir að sjá annað," sagði borubrattur Christian Vieri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×