Sport

Sviss má vara sig

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, hefur aðvarað leikmenn Sviss fyrir leik þjóðana í dag. Beckham segir sig og samherja sína vera sára og reiða eftir leikinn gegn Frökkum, og að þeir ætli að láta það bitna á Svisslendingum. "Það er ekkert sem bugar mig. Allir vita að það er margt sem hefur unnið gegn mér í mínu lífi, en ég hef alltaf komist yfir það. Og leikurinn gegn Frökkum er engin undantekning þar. Allt svekkelsið í kringum leikinn gegn Frökkum verður tekið út gegn Sviss," segir Beckham og bætir við að þessi reiði sé af hinu góða. "Þetta er ekki þannig reiði að við viljum fara út á völlinn og sparka menn niður. Þessi reiði hefur þau áhrif að við viljum vinna leiki og fá ensku þjóðina til að trúa á okkur á ný".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×