Sport

Fyrsti titillinn í 86 ár

Boston Red Sox varð í gærkvöldi sigurvegari í bandaríska hafnaboltanum. Þetta var sjötti sigur liðsins og jafnframst sá fyrsti í 86 ár. Hafnabolti er ein vinsælasta íþróttagrein Bandaríkjanna. Boston Red Sox er gamalgróið félag sem vann síðasta titil sinn 1918, eða fyrir 86 árum, þegar goðsögnin Babe Ruth var upp á sitt besta. Líklega hafa stuðningsmennnirnir ekki reiknað með því að þurfa að bíða í heilan mannsaldur eftir næsta sigri en þeir hafa lengst af staðið í skugga New York Yankees sem hefur unnið meistaratitilinn 26 sinnum. Boston hafði unnið þrjá fyrstu leikina gegn St. Louis Cardinals og var því í vænlegri stöðu fyrir fjórða leikinn í gærkvöldi sem fram fór á Busch-vellinum í St. Louis. Red Sox vann fjórða leikinn 3-0 og tryggði sér þannig titilinn. Mikill fögnuður ríkti í Boston í gærkvöldi. Kenmore-torgið fylltist af fólki og lögregla þurfti að hafa hemil á mannfjöldanum en stuðningsmennirnir réðu sér ekki fyrir kæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×