Nýr kafli í friðarferlinu 11. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vonast til þess að með fráfalli Arafats hefjist nýr kafli í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Andlát Arafats feli í sér ný tækifæri. Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lést í nótt eftir hálfs mánaðarlanga sjúkrahúslegu þar sem heilsu hans hefur hrakað jafnt og þétt. Arafat, sem var sjötuíu og fimm ára, var úrskurðaður látinn klukkan hálf þrjú í nótt vegna almennrar líffærabilunar en hann hafði legið í dái síðustu daga. Lík hans verður nú flutt til Kaíró í Egyptalandi og þar mun opinber útför hans fara fram á morgun. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki að Arafat verði jarðsettur í Jerúsalem eins og yfirvöld í Palestínu og Arafat vildi reyndar sjálfur. Dómsmálaráðherra Ísraels lýsti því yfir að Jerúsalem væri greftrunarstaður ísraelskra konunga en ekki palestínskra hryðjuverkamanna. Arafat verður hins vegar jarðsettur í höfuðstöðvum sínum á Ramallah á laugardag. Stjórnvöld í Palestínu hafa lýst yfir fjörutíu daga sorgartímabili. Íslensk stjórnvöld hafa vottað palestínsku þjóðinni samúð sína en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að fráfall Arafats hafi ekki komið á óvart. Hann hafi hitt forsetann fyrir 2-3 þremur árum og þá hafi hann verið orðinn mjög sjúkur. Halldór segir lífshlaup Arafats samofið palestínsku þjóðinni og baráttu hennar fyrir frelsi og sjálfstæði. „Hann var afskaplega merkilegur maður sem leitt hefur þessa baráttu í langan tíma. Það er ljóst að með fráfalli hans skapast tómarúm en jafnframt á að skapast tækifæri til að koma friðarferlinu af stað á ný því sumir hafa haldið því fram að hann hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og við látum í ljós sorg yfir því að Arafat sé fallinn frá þá er rétt að bera þá von í brjósti að nú hefjist nýr kafli í friðarferlinu, og þar eru það að sjálfsögðu Bandaríkjamenn sem geta skipt sköpum,“ segir Halldór. Arafat hefur leitt sjálfsstæðisbaráttu Palestínumanna í meira en fjörutíu ár og á þeim tíma hafa margir Íslendingar sótt hann heim, þar á meðal a.m.k. tveir ráðherrar: Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson. Um kynni sín af Arafat segir Halldór að hann hafi verið afar vingjarnlegur og góðlegur maður sem gott var að tala við. „Hann var einlægur, greinilega mikill hugsjónamaður, þannig að ég hef ágætar minningar frá okkar fundi,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vonast til þess að með fráfalli Arafats hefjist nýr kafli í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Andlát Arafats feli í sér ný tækifæri. Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lést í nótt eftir hálfs mánaðarlanga sjúkrahúslegu þar sem heilsu hans hefur hrakað jafnt og þétt. Arafat, sem var sjötuíu og fimm ára, var úrskurðaður látinn klukkan hálf þrjú í nótt vegna almennrar líffærabilunar en hann hafði legið í dái síðustu daga. Lík hans verður nú flutt til Kaíró í Egyptalandi og þar mun opinber útför hans fara fram á morgun. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki að Arafat verði jarðsettur í Jerúsalem eins og yfirvöld í Palestínu og Arafat vildi reyndar sjálfur. Dómsmálaráðherra Ísraels lýsti því yfir að Jerúsalem væri greftrunarstaður ísraelskra konunga en ekki palestínskra hryðjuverkamanna. Arafat verður hins vegar jarðsettur í höfuðstöðvum sínum á Ramallah á laugardag. Stjórnvöld í Palestínu hafa lýst yfir fjörutíu daga sorgartímabili. Íslensk stjórnvöld hafa vottað palestínsku þjóðinni samúð sína en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að fráfall Arafats hafi ekki komið á óvart. Hann hafi hitt forsetann fyrir 2-3 þremur árum og þá hafi hann verið orðinn mjög sjúkur. Halldór segir lífshlaup Arafats samofið palestínsku þjóðinni og baráttu hennar fyrir frelsi og sjálfstæði. „Hann var afskaplega merkilegur maður sem leitt hefur þessa baráttu í langan tíma. Það er ljóst að með fráfalli hans skapast tómarúm en jafnframt á að skapast tækifæri til að koma friðarferlinu af stað á ný því sumir hafa haldið því fram að hann hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og við látum í ljós sorg yfir því að Arafat sé fallinn frá þá er rétt að bera þá von í brjósti að nú hefjist nýr kafli í friðarferlinu, og þar eru það að sjálfsögðu Bandaríkjamenn sem geta skipt sköpum,“ segir Halldór. Arafat hefur leitt sjálfsstæðisbaráttu Palestínumanna í meira en fjörutíu ár og á þeim tíma hafa margir Íslendingar sótt hann heim, þar á meðal a.m.k. tveir ráðherrar: Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson. Um kynni sín af Arafat segir Halldór að hann hafi verið afar vingjarnlegur og góðlegur maður sem gott var að tala við. „Hann var einlægur, greinilega mikill hugsjónamaður, þannig að ég hef ágætar minningar frá okkar fundi,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.
Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira