Nýr kafli í friðarferlinu 11. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vonast til þess að með fráfalli Arafats hefjist nýr kafli í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Andlát Arafats feli í sér ný tækifæri. Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lést í nótt eftir hálfs mánaðarlanga sjúkrahúslegu þar sem heilsu hans hefur hrakað jafnt og þétt. Arafat, sem var sjötuíu og fimm ára, var úrskurðaður látinn klukkan hálf þrjú í nótt vegna almennrar líffærabilunar en hann hafði legið í dái síðustu daga. Lík hans verður nú flutt til Kaíró í Egyptalandi og þar mun opinber útför hans fara fram á morgun. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki að Arafat verði jarðsettur í Jerúsalem eins og yfirvöld í Palestínu og Arafat vildi reyndar sjálfur. Dómsmálaráðherra Ísraels lýsti því yfir að Jerúsalem væri greftrunarstaður ísraelskra konunga en ekki palestínskra hryðjuverkamanna. Arafat verður hins vegar jarðsettur í höfuðstöðvum sínum á Ramallah á laugardag. Stjórnvöld í Palestínu hafa lýst yfir fjörutíu daga sorgartímabili. Íslensk stjórnvöld hafa vottað palestínsku þjóðinni samúð sína en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að fráfall Arafats hafi ekki komið á óvart. Hann hafi hitt forsetann fyrir 2-3 þremur árum og þá hafi hann verið orðinn mjög sjúkur. Halldór segir lífshlaup Arafats samofið palestínsku þjóðinni og baráttu hennar fyrir frelsi og sjálfstæði. „Hann var afskaplega merkilegur maður sem leitt hefur þessa baráttu í langan tíma. Það er ljóst að með fráfalli hans skapast tómarúm en jafnframt á að skapast tækifæri til að koma friðarferlinu af stað á ný því sumir hafa haldið því fram að hann hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og við látum í ljós sorg yfir því að Arafat sé fallinn frá þá er rétt að bera þá von í brjósti að nú hefjist nýr kafli í friðarferlinu, og þar eru það að sjálfsögðu Bandaríkjamenn sem geta skipt sköpum,“ segir Halldór. Arafat hefur leitt sjálfsstæðisbaráttu Palestínumanna í meira en fjörutíu ár og á þeim tíma hafa margir Íslendingar sótt hann heim, þar á meðal a.m.k. tveir ráðherrar: Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson. Um kynni sín af Arafat segir Halldór að hann hafi verið afar vingjarnlegur og góðlegur maður sem gott var að tala við. „Hann var einlægur, greinilega mikill hugsjónamaður, þannig að ég hef ágætar minningar frá okkar fundi,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Erlent Fréttir Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vonast til þess að með fráfalli Arafats hefjist nýr kafli í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Andlát Arafats feli í sér ný tækifæri. Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lést í nótt eftir hálfs mánaðarlanga sjúkrahúslegu þar sem heilsu hans hefur hrakað jafnt og þétt. Arafat, sem var sjötuíu og fimm ára, var úrskurðaður látinn klukkan hálf þrjú í nótt vegna almennrar líffærabilunar en hann hafði legið í dái síðustu daga. Lík hans verður nú flutt til Kaíró í Egyptalandi og þar mun opinber útför hans fara fram á morgun. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki að Arafat verði jarðsettur í Jerúsalem eins og yfirvöld í Palestínu og Arafat vildi reyndar sjálfur. Dómsmálaráðherra Ísraels lýsti því yfir að Jerúsalem væri greftrunarstaður ísraelskra konunga en ekki palestínskra hryðjuverkamanna. Arafat verður hins vegar jarðsettur í höfuðstöðvum sínum á Ramallah á laugardag. Stjórnvöld í Palestínu hafa lýst yfir fjörutíu daga sorgartímabili. Íslensk stjórnvöld hafa vottað palestínsku þjóðinni samúð sína en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að fráfall Arafats hafi ekki komið á óvart. Hann hafi hitt forsetann fyrir 2-3 þremur árum og þá hafi hann verið orðinn mjög sjúkur. Halldór segir lífshlaup Arafats samofið palestínsku þjóðinni og baráttu hennar fyrir frelsi og sjálfstæði. „Hann var afskaplega merkilegur maður sem leitt hefur þessa baráttu í langan tíma. Það er ljóst að með fráfalli hans skapast tómarúm en jafnframt á að skapast tækifæri til að koma friðarferlinu af stað á ný því sumir hafa haldið því fram að hann hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og við látum í ljós sorg yfir því að Arafat sé fallinn frá þá er rétt að bera þá von í brjósti að nú hefjist nýr kafli í friðarferlinu, og þar eru það að sjálfsögðu Bandaríkjamenn sem geta skipt sköpum,“ segir Halldór. Arafat hefur leitt sjálfsstæðisbaráttu Palestínumanna í meira en fjörutíu ár og á þeim tíma hafa margir Íslendingar sótt hann heim, þar á meðal a.m.k. tveir ráðherrar: Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson. Um kynni sín af Arafat segir Halldór að hann hafi verið afar vingjarnlegur og góðlegur maður sem gott var að tala við. „Hann var einlægur, greinilega mikill hugsjónamaður, þannig að ég hef ágætar minningar frá okkar fundi,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.
Erlent Fréttir Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira