Sport

ÍR bikarmeistari 16 ára og yngri

A lið ÍR bar sigur úr býtum í bikarkeppni 16 ára og yngri sem fram fór í Borgarnesi um helgina. A-lið ÍR vann stigakeppni meyja, en lið HSK vann stigakeppni sveina. Samanlagt náði A-lið ÍR 29 stigum meira en lið HSÞ sem varð í öðru sæti, en í þriðja sæti lenti lið Fjölnis með þremur stigum minna en Þingeyingar. Það er greinilega verið að vinna mjög gott starf hjá ÍR-ingum því fyrr í sumar varð ÍR einnig Íslandsmeistari félagsliða í frjálsíþróttum 15-22 ára, en mótið fór fram á Laugarvatni. Lið ÍR sigraði með miklum yfirburðum í heildarstigakeppni mótsins, fékk samtals 404 stig, lið FH varð í öðru sæti með 243,5 stig og lið Breiðabliks í þriðja sæti með 188 stig. ÍR sigraði í fjórum aldursflokkum af sex á mótinu (meyjaflokki, sveinaflokki, stúlknaflokki og ungkvennaflokki). Lið FH sigraði hina flokkana tvo (drengjaflokk og ungkarlaflokk).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×