Rödd yðar á plötu 13. september 2004 00:01 Kvæðamannafélagið Iðunn fagnar 75 ára afmæli á morgun, miðvikudaginn 15. september. Af því tilefni verður efnt til hátíðar í Borgarleikhúsinu annað kvöld klukkan 20.00. Hátíðin er um leið útgáfutónleikar á silfurplötum sem teknar voru upp í Bankastræti 7 á árunum 1935-36. "Við höfum lengi verið að vinna að útgáfu á þessum silfurplötum sem Atli Ólafsson, sonur Ólafs Friðrikssonar í Hljóðfærahúsinu, sá um upptökur á," segir Steindór Andersen, forsvarsmaður Iðunnar. "Á þessum tíma gat hver sem er hljóðritað hvað sem er. Um það birtust meðal annars auglýsingar í Alþýðublaðinu með slagorðum eins og "Rödd yðar á plötu" og "Allir á plötu". Meðal annars kom fram í einhverjum af þessum auglýsingum að nú gæti fólk hljóðritað hljóðin í ungbarninu sínu og spilað seinna þegar það færi að skoða myndir af barninu. Þarna var strax komin hugmyndin að margmiðlun. Menn máttu líka sjá þetta sem sendibréf, vegna þess að þetta var ódýrt. Platan kostaði fjórar krónur en miði á tónleika kostaði kr. 3,50 í stúku í Gamla bíói. Núna sá Kvæðamannafélagið Iðunn sér leik á borði að gefa út það sem við höfðum safnað af þessum hljóðritunum. Við létum vinna fimmtíu plötur inn á fjóra geisladiska. Á hverri plötu eru fjögur lög, þannig að alls eru þetta 200 lög sem flutt eru af þrettán kvæðamönnum. Flestir þeirra eru úr Húnaþingi. Það þýðir þó ekki að það hafi ekki verið kvæðamenn annars staðar á landinu, heldur var þetta hópurinn sem var starfandi í Kvæðamannafélaginu Iðunni á sínum tíma og tengdist sterkustu böndunum." Með geisladiskunum fjórum fylgir bók með textum, nótnaskrifum og öllum nauðsynlegum upplýsingum um efni þeirra. Útgefandi er Smekkleysa en Gunnsteinn Ólafsson er ritstjóri verksins. Efnisskrá útgáfu- og afmælishátíðarinnar í Borgarleikhúsinu verður fjölbreytt. Kvæðamenn kveða ýmis dæmi af þeim stemmum sem er að finna á diskunum, kórinn Sunnan heiða flytur útsetningu Gunnsteins Ólafssonar á rímnalögum, Chris Foster og Bára Grímsdóttir flytja þjóðlög og hljómsveitin Sigur Rós spilar rímnalög með Steindóri. Hilmar Örn Hilmarsson flytur Breiðfirðingavísur með Kristínu Heiðu Kristinsdóttur, auk þess sem hagyrðingar mæta á svæðið. Kynnir kvöldsins verður Eva María Jónsdóttir. En verður dagskráin ekki tekin upp í tilefni af þessum merku tímamótum? "Jú," segir Steindór. "Ástralska sjónvarpið ætlar að taka hátíðina upp." Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin Sjá meira
Kvæðamannafélagið Iðunn fagnar 75 ára afmæli á morgun, miðvikudaginn 15. september. Af því tilefni verður efnt til hátíðar í Borgarleikhúsinu annað kvöld klukkan 20.00. Hátíðin er um leið útgáfutónleikar á silfurplötum sem teknar voru upp í Bankastræti 7 á árunum 1935-36. "Við höfum lengi verið að vinna að útgáfu á þessum silfurplötum sem Atli Ólafsson, sonur Ólafs Friðrikssonar í Hljóðfærahúsinu, sá um upptökur á," segir Steindór Andersen, forsvarsmaður Iðunnar. "Á þessum tíma gat hver sem er hljóðritað hvað sem er. Um það birtust meðal annars auglýsingar í Alþýðublaðinu með slagorðum eins og "Rödd yðar á plötu" og "Allir á plötu". Meðal annars kom fram í einhverjum af þessum auglýsingum að nú gæti fólk hljóðritað hljóðin í ungbarninu sínu og spilað seinna þegar það færi að skoða myndir af barninu. Þarna var strax komin hugmyndin að margmiðlun. Menn máttu líka sjá þetta sem sendibréf, vegna þess að þetta var ódýrt. Platan kostaði fjórar krónur en miði á tónleika kostaði kr. 3,50 í stúku í Gamla bíói. Núna sá Kvæðamannafélagið Iðunn sér leik á borði að gefa út það sem við höfðum safnað af þessum hljóðritunum. Við létum vinna fimmtíu plötur inn á fjóra geisladiska. Á hverri plötu eru fjögur lög, þannig að alls eru þetta 200 lög sem flutt eru af þrettán kvæðamönnum. Flestir þeirra eru úr Húnaþingi. Það þýðir þó ekki að það hafi ekki verið kvæðamenn annars staðar á landinu, heldur var þetta hópurinn sem var starfandi í Kvæðamannafélaginu Iðunni á sínum tíma og tengdist sterkustu böndunum." Með geisladiskunum fjórum fylgir bók með textum, nótnaskrifum og öllum nauðsynlegum upplýsingum um efni þeirra. Útgefandi er Smekkleysa en Gunnsteinn Ólafsson er ritstjóri verksins. Efnisskrá útgáfu- og afmælishátíðarinnar í Borgarleikhúsinu verður fjölbreytt. Kvæðamenn kveða ýmis dæmi af þeim stemmum sem er að finna á diskunum, kórinn Sunnan heiða flytur útsetningu Gunnsteins Ólafssonar á rímnalögum, Chris Foster og Bára Grímsdóttir flytja þjóðlög og hljómsveitin Sigur Rós spilar rímnalög með Steindóri. Hilmar Örn Hilmarsson flytur Breiðfirðingavísur með Kristínu Heiðu Kristinsdóttur, auk þess sem hagyrðingar mæta á svæðið. Kynnir kvöldsins verður Eva María Jónsdóttir. En verður dagskráin ekki tekin upp í tilefni af þessum merku tímamótum? "Jú," segir Steindór. "Ástralska sjónvarpið ætlar að taka hátíðina upp."
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin Sjá meira