Sport

Heimsmet í 200 m bringusundi

Brendan Hansen setti í morgun heimsmet í 200 metra bringusund á úrtökumóti bandarískra sundmanna fyrir Ólympíuleikana í næsta mánuði. Hansen synti á 2 mínútum 9,04 sekúndum og bætti met Japanans Kosuke Kitajima frá því í Barselóna í fyrra um 38 hundraðshluta úr sekúndu. Þetta er annað heimsmet Hansens á skömmum tíma því á fimmtudag hirti hann heimsetið í 100 metra bringusundi af Kitajima.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×