Sport

Kahn heiðursborgari fyrir mistök

Oliver Kahn, markvörður þýska knattspyrnulandsliðsins, verður gerður að heiðursborgara í Lettlandi ef hann gerir glappaskot í þýska markinu sem verði til að Lettar skori mark í leik þjóðanna í dag. Þetta segir sendiherra Letta í Berlín. Hann segir að Lettar eigi varla möguleika á að sigra í leiknum en Kahn fái heiðursborgararétt í landinu, takist Lettum að skora. Sendiherrann bætti því líka við að lettneskar konur væru mun fallegri en þær þýsku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×