Sport

Enga tígulmiðju takk!

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, hefur sagt frá því að leikmenn liðsins hafi krafist þess af þjálfara sínum, Sven Göran Eriksson, að hann hætti að láta liðið spila tígullaga miðju og færi aftur í hefðbundið 4-4-2 leikskipulag fyrir leikinn gegn Svisslendingum. Þetta var og gert og Eriksson var verðlaunaður með góðum 3-0 sigri. Beckham fullyrðir að leikmenn liðsins finnist mun þægilegra að vera með flata miðju: "Tígulaga miðjan kom til tals og við allir ákváðum og þjálfarinn með að 4-4-2 hentaði okkur best. Það sem er mikilvægast í þessu máli er það að þjálfarinn hlustaði á okkur leikmennina og við sögðum honum hvaða leikskipulag við vildum helst. Hann lét okkur vita að hann myndi augljóslega taka lokaákvörðunina en að hann hlustaði vandlega á hvað við hefðum fram að færa." Beckham var ekki bara ánægður með breytinguna á leikskipulaginu og sigurinn því hann var einnig gríðarlega ánægður með frammistöðuna hjá Wayne Rooney: "Hann er yngsti leikmaðurinn sem skorað hefur á EM og hann á það svo sannarlega skilið því hann hefur lagt mikið á sig og spilað frábærlega," sagði David Beckham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×